Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

12. fundur 29. júní 1999

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.

 

Dagskrá:

 

1.    Erindi send til ÆSÍS.

  Fjárhagsrammi 2000.

  Tillögur og bókanir frá bæjarstjórn.

  Ráðstefnuboð frá Reykjavíkurborg.

 

2.     Önnur mál.

 

 

1.    Erindi send til ÆSÍS.

 

  Fjárhagsrammi 2000.  -  Fjárhagsrammi fyrir árið 2000 lagður fram.

  Tillögur og bókanir frá bæjarstjórn.  -  Lagðar fram bókanir frá Neslista sem samþykkt var að vísa til ÆSÍS. á fundi bæjarstjórnar 9. júní 1999.  -  Samþykkt að ræða tillögurnar í tengslum við umræðu um stefnumörkun í æskulýðs- og íþróttamálum sem eru í gangi hjá ráðinu.

  Lagt fram bréf um Norræna stórborgarráðstefnu um menningu og gildi ungs fólks sem haldin verur í Reykjavík 19. – 22. sept. n.k.  -  Samþykkt að óska eftir því við Margréti Sigurðardóttur forstöðumann Selsins að hún sæki ráðstefnuna og jafnframt að senda upplýsingar til Helgu Kristínar Gunnarsdóttur, kennara í Valhúsaskóla.

 

1.     Önnur mál.

 

  Formaður lagði fram yfirlit um ýmsa verkþætti og starfsemi sem rekin er á vegum ÆSÍS.

  Upplýst var að fyrir dyrum stendur að hækka aðgangseyri að sundlaug.

  Rætt var um að hafa Selið opið á föstudögum í sumar í tilraunaskyni.

  Rætt um nauðsyn þess að knýja á um aukna löggæslu fyrir Seltjarnarnes.

  Rætt um að koma þyrfti á “íþróttaskóla” fyrir börn 6-7 ára og 8-9 ára þegar í haust.

  Í umræðum um sparkvelli kom fram að óljóst er hver ber ábyrgð á þeim ef t.d. slys ber að höndum og hver sér um eftirlit vallanna ?  Þetta þarf að liggja ljóst fyrir.

  Upplýst var að í athugun er að setja upp hjólabrettaáhöld við Mýrarhúsaskóla til notkunar í sumar.

  Að öðru leyti vísast í hugmyndir formanns.  Þær verða ræddar betur síðar m.a. í tengslum við fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

 

  Rætt var um hvernig staðið skuli að rekstri nýju íþróttaaðstöðunnar sem ætluð er Gróttu, hvort gera skuli rekstrarsamning við Gróttu eða bærinn reki hana á sama hátt og önnur íþróttamannvirki bæjarins.  Fyrir liggur að stækkun aðstöðunnar krefjist fjölgunar starfsfólks. 

 

  Samþykkt að veita Jóel Karli Friðrikssyni tveggja mánaða laun samsvarandi launum og í áhaldahúsi til undirbúnings þátttöku í Olympíuleikum í eðlisfræði sem haldnir verða á Ítalíu 18. – 27. ágúst n.k.

 

Næsti fundur ákveðinn 17. ágúst kl. 17:30.

 

Fundi slitið kl. 19:35.    Fundarritari Árni Einarsson.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?