Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

10. fundur 04. maí 1999

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.

Dagskrá:

  1. 17. júní 1999.
  2. Erindi og styrkbeiðnir.

Könnun foreldraráðs Mýrarhúsaskóla.

Ársskýrsla 1998.

  Styrkbeiðni frá Bjarna Hjartarsyni.

  Rekstrarsamningur knattspyrnuvalla.

  1. Önnur mál.

 

  1. 17. júní 1999. Æsíf. sagði frá undirbúningi hátíðarhaldanna 17. júní n.k. Meðal dagskráratriða verða atriði úr barnaleikritinu Hattur og Fattur, fimleikasýning, hugsanlega leikþáttur frá leiklistarfélagi Seltjarnarness, Selkórinn, ásamt hefðbundnum atriðum eins og ávarpi Fjallkonu, lúðrasveitar Seltjarnarness, skrúðgöngu og setningarávarps formanns ÆSÍS.
  2. Erindi og styrkbeiðnir.

Ársskýrsla. Æsíf. lagði fram árlega ársskýrslu 1998 um þá starfsemi sem fellur undir ÆSÍS og ÆSÍF.

Rætt var um fækkun gesta í sundlauginni undanfarin ár og nauðsyn endurbóta og nýrrar sóknar til eflingar lauginni.

Rætt var um möguleika á því að koma upp leiktækjum fyrir börn, t.d. í Plútóbrekku og fleiri brettapöllum. Pallurinn við sundlaugina er vinsæll og mikið notaður.

Könnun foreldraráðs Mýrarhúsaskóla. Lagðar fram niðurstöður könnunar á áhuga foreldra 6-9 ára barna á sérstöku tómstundarstarfi fyrir þennan aldurshóp. Niðurstöðurnar verða ræddar síðar í tengslum við stefnumörkun í æskulýðsmálum.

Styrkbeiðni frá Bjarna Hjartarsyni. Lagt fram bréf frá Bjarna Hjartarsyni, 16 ára dansara, sem sækir um styrk til þjálfunar og þátttöku í mótum. - Samþykkt að styrkja hann um kr. 15.000.- í hvert skipti fyrir þátttöku á alþjóðamótum erlendis.

Rekstrarsamningur knattspyrnuvalla. Æsíf. lagði fram samning við knattspyrnudeild Gróttu um rekstur knattspyrnuvalla. Samningurinn gildir fyrir tímabilið 15. maí til 1. október 1999. Bærinn greiðir deildinni kr. 1.000.000.- fyrir samninginn.

  1. Önnur mál.

  Formaður lagði fram erindi frá TKS þar sem óskað er eftir geymsluaðstöðu í Íþróttamiðstöðinni fyrir gögn og muni klúbbsins. Tekið jákvætt í erindið sem orðið verður við í tengslum stækkun á Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.

  Æsíf. upplýsti að kynningarbæklingur um sumarstarfið hefði farið í prentun 28. apríl og áætlað að bera hann út 8. maí.

  Æsíf. upplýsti að opnunartími sundlaugar um helgar hefði verið lengdur um einn mánuð.

Fundi slitið kl. 18.25. Fundarritari Árni EinarssonLoka
Var efnið á síðunni hjálplegt?