Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

9. fundur 16. mars 1999

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Árni Einarsson og Haukur Geirmundsson.

Dagskrá:

  1. Íþróttamaður Seltjarnarness 1998.
  2. Erindi og styrktarbeiðnir.
  3. Önnur mál.
  1. Frá síðasta fundi hafa borist nýjar og meiri upplýsingar um íþróttafólk á Seltjarnarnesi. Af þeim sökum ákvað ÆSÍS. að taka kjör Íþróttamanns Seltjarnarness 1998 til endurskoðunar. Ráðið fór yfir þessar nýju upplýsingar en samþykkti að þær breyttu engu um fyrri ákvörðun á vali á Íþróttamönnum Seltjarnarness 1998, samanber fund ÆSÍS. 24. febrúar 1999. Samþykkt að veita þeim börnum og unglingum sem tilnefningar hafa borist um, sérstakar viðurkenningar fyrir árangur og ástundun. Allir sem sköruðu fram úr, m.a. léku með landsliðum sinnar íþróttar hljóta einnig viðurkenningar. Samþykkt að tilkynna um kjörið og afhenda viðurkenningar í Félagsheimili Seltjarnarness 25. mars 1999 kl. 17:30. Fyrir lágu drög að dagskránni sem samþykkt voru.

  Lagt fram erindi frá bæjarstjórn um að tilnefna fulltrúa í undirbúningsnefnd til skipulagningar fræðaseturs í Gróttu, dags. 1. mars 1999. ÆSÍS. tilnefnir Ásgerði Halldórsdóttur.

  Erindi frá Bandalagi íslenskra skáta um styrk fyrir tvo fararstjóra búsettum á Seltjarnarnesi, á heimsmót skáta í Chile sem haldið var fyrir skömmu. Samþykkt að veita tveimur fararstjórum kr. 15.000.- styrk hvorum. ÆSÍF. falið að setja þau skilyrði fyrir styrknum að sérstök kynning fari fram á skátastarfi fyrir nemendur Mýrarhúsaskóla.

  Erindi frá Lnadssamtökum hjólreiðarmanna og Íslenska fjallahjólaklúbbnum um styrk vegna ráðstefnu um hönnun hjólastíga og fleira. Erindinu hafnað.

  Erindi frá Skógarmönnum KFUM þar sem óskað er eftir styrk til byggingar í Vatnaskógi. Erindinu hafnað.

 

3.

  Erindi frá Komið og dansið þar sem kynnt er ráðstefna um dansiðkun sem haldin verður 29. apríl n.k. Starfsmenn Selsins verða hvattir til þátttöku svo og fulltrúar vímuvarnarnefndar.

  Lagt fram þakkarbréf frá Sunddeild KR vegna styrks.

  Lagt fram bréf frá Agli Má Markússyni þar em hann þakkar veittan styrk.

  Æsíf. óskaði eftir ábendingum vegna árskýrslu 1998.

  Formaður sagði frá fundi með Vímuvarnarnefnd og að fyrirhugað væri að leggja fram vímuvarnaráætlun bæjarins í haust.

Fundarmenn gengu um og skoðuðu nýbyggingu Íþróttamiðstöðvar að fundi loknum.

Fundi slitið kl. 19:10. Fundarritari Arni Einarsson.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?