Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Haukur Geirmundsson.
Forföll: Sjöfn Þórðardóttir.
Dagskrá:
1. Íþróttamaður Seltjarnarness
2. Stefnumörkun ÆSÍS. til framtíðar.
3. Önnur mál.
1. Sent var bréf á öll sérsambönd ÍSÍ, þrjár deildir Gróttu, Sunddeild KR og Golfklúbbinn þar sem óskað var eftir tilnefningu til kjörs Íþróttamanns Seltjarnarness. Tilnefningar komu frá KKÍ. og munnlegar frá knattspyrnudeild og handknattleiksdeild Gróttu. Samþykkt að veita fulltrúum beggja kynja viðurkenningu og nafnbótina Íþróttamaður Seltjarnarness. Samþykkt að að Íþróttamenn Seltjarnarness 1998 verði: Helga Þorvaldsdóttir og Indriði Sigurðsson. Valið verður opinberlega tilkynnt í móttöku sunnudaginn 7. mars kl. 17:00.
2. Á.E. lagði fram drög að stefnu Seltjarnarnesbæjar í æskulýðs- og íþróttastarfi. Þ.S. lagði fram drög að sömu stefnumörkun með áherslu á íþróttastarf í bænum. Samþykkt að ræða drögin á næsta fundi og ákveða frekara framhald.
3.
Lögð fram rekstraráætlun frá Sunddeild KR sem ákveðið var að óska eftir á síðasta fundi. Samþykkt að veita deildinni kr. 100.000.- styrk m.a. í ljósi þess að rúmlega 40 börn af Seltjarnarnesi stunda æfingar hjá deildinni.
Fram hefur komið ánægja með framkvæmd öskudagsskemmtunar sem haldin var í íþróttahúsinu.
Fundi slitið kl. 19:15 Fundarritari Árni Einarsson.