Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

7. fundur 01. febrúar 1999

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Árni Einarsson, Þór Sigurgeirsson og Haukur Geirmundsson.

Dagsskrá:

  1. Stefnumörkun ÆSÍS. til framtíðar (verkaskipting).
  2. Íþróttamaður Seltjarnarness.
  3. Önnur mál.
  1. Formaður lagði til að ráðsmenn skiptu á milli sín að fara yfir og gera tillögur að stefnu ÆSÍS. í helstu málaflokkum þess og leggja fram á næsta fundi. - Samþykkt. Formaður upplýsti að hún hefði setið fund fyrir skömmu með foreldraráði Mýrarhúsaskóla þar sem spurt var hvort ÆSÍS. fyrirhugaði eitthvað tómstundarstarf fyrir börn 6-9 ára, sem væru afskipt í tómstundarstarfi. Á fundinum kom fram að foreldraráð hyggst gera könnun á óskum foreldra um tómstundastarf fyrir þennan aldurshóp. - Samþykkt að skoða málið í ljósi niðurstöðu könnunarinnar og í tengslum við stefnumörkun ÆSÍS.
  2. Samþykkt að leita eftir ábendingum um íþróttafólk búsettu á Seltjarnarnesi hjá sérsamböndum innan ÍSÍ og íþróttafélögum bæjarins. Stefnt er að því að velja íþróttamann Seltjarnarness á fundi ráðsins 16. febrúar n.k. Rætt um viðmiðanir við val íþróttamannsins. Samþykkt að íþróttamaður þurfi að hafa skarað fram úr í grein sinni á liðnu ári.

  Lagt fram bréf dagsett 19. janúar s.l. frá undirbúningsnefnd fyrir menntaþing sem haldið verður 10. apríl n.k. - Samþykkt að senda fulltrúa á þingið.

  Lögð fram ályktun frá Barnaheill dags. 21. des. ´98 til kynningar.

  Lagt fram bréf frá Danssmiðjunni dags. 21. jan. ´99 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 50.000.-. - Samþykkt að styrkja dansara smiðjunnar um kr. 25.000.- en óska jafnframt eftir samstarfi í framtíðinni.

  Lagt fram bréf dags. 10. jan.´99 frá Agli Má Markússyni dómara fyrir Gróttu hönd til margra ára, þar sem hann óskar eftir styrk vegna dómgæsluferðar til Þýskalands þar sem fram fór mót unglingalandsliða í handknattleik. - Samþýkkt að veita honum kr. 15.000.- styrk.

  Rætt um erindi Gróttu sem frestað var á síðasta fundi. Samþykkt að veita aðalstjórn Gróttu kr. 150.000.- styrk vegna utanlandsferða á árinu 1999. Samþykkt áhaldakaup allt að 500.000.- á árinu vegna nýbyggingar. Æsíf. falið að sjá um það í samráði m.a. við fimleikadeild.

  Lagt fram bréf frá menntamálanefnd Alþingis dags.21. des.´98 þar sem óskað er eftir umsögn við tillögu til þingsályktunar um jafnræði kynja við fjárveitingar til æskulýðs- tómstunda- og íþróttastarfs. - Æsíf. hefur þegar svarað í bréfi dags. 13. jan.´99.

  Lagt fram bréf frá sunddeild KR dags. 1. feb.´99 þar sem er óskað er eftir fjárstyrk að upphæð kr. 100.000.-. - Samþykkt að óska eftir fjárhagsáætlun deildarinnar og þarf hún að berast fyrir næsta fund ÆSÍS. sem er áætlaður 16. feb. n.k., þar sem erindið verður afgreitt.

 

Fundi slitið kl. 19:45 Fundargerð ritaði Árni Einarsson.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?