Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

6. fundur 15. desember 1998

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Stefán Ó. Stefánsson, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Haukur Geirmundsson.

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun 1999.
  2. Stefnumörkun Æsís. til framtíðar.
  3. Önnur mál.
  1. Lögð fram lokafjárhagsáætlun fyrir árið 1999. Í henni er búið að lækka viðhaldskostnað mannvirkja um 50 - 60% frá fyrstu áætlun sem lögð var fyrir. Ráðið telur það fjármagn sem ætlað er til viðhalds skorið við nögl og telur hættu á að áætlunin standist ekki þegar upp er staðið. Ráðið telur brýnt að fé til viðhalds verði aukið á næstu árum og bendir á aukna viðhaldsþörf mannvirkjanna eftir því sem þau eldast. Einnig telur ÆSÍS nauðsynlegt að fé til almenns íþrótta- og æskulýðsstarfs verði aukið frá því sem nú er.
  2. Lögð voru fram drög að stefnummörkun ÆSÍS. Í þeim kemur m.a. fram að við gerð hennar séu skoðaðir styrkir til Gróttu, samstarf við ýmsa aðila í bænum, starfsemi Selsins, stefna í vímuvarnamálum, möguleikar á eflingu samskipta barna og foreldra ofl.

3.

Lagt fram bréf frá skíðadeild KR þar sem óskað er eftir styrk fyrir Jóhann Friðrik Haraldsson vegna æfinga og keppni með landsliðinu. - Samþykkt að veita Jóhanni 50.000. króna styrk.

  Lögð fram drög að vímuvarnaráætlun Seltjarnarness 1998-2002 til umsagnar ÆSÍS. ÁH., ÁE. og æsíf. hittu fulltrúa félagsmálaráðs fyrir skömmu og lýstu þar yfir að þau teldu gerð vímuvarnaráætlunarinnar í réttum farvegi. Ráðið telur sjálfsagt að halda áfram þessari vinnu enda er gert ráð fyrir að starfið sé í stöðugri þróun og endurmati.

  Rætt um útleigu á íþróttamannvirkjum til skemmtanahalds. Ráðið leggst gegn því að íþróttahúsið sé notað til skemmtanahalda en samþykkir að fjalla sérstaklega hverju sinni um umsóknir sem berast.

  Lagðar fram beiðnir frá eftirfarandi deildum Gróttu: fimleikadeild um 500 þúsund króna styrk til áhaldakaupa, unglingaráði handknattleiksdeildar um 300 þúsund króna styrk vegna utanferðar 4. flokks og knattspyrnudeildar um 525 þúsund króna styrk vegna utanferðar 3. flokks. - Samþykkt að ræða þessar styrkbeiðnir á næsta fundi ÆSÍS. sem er fyrirhugaður 19. janúar 1999.

Fundi slitið kl. 19.30. Fundargerð ritaði Árni Einarsson.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?