Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

281. fundur 20. apríl 2004

Dagskrá:
1. Leikjanámskeið
2. 30 ára kaupstaðarafmæli
3. Sundlaugarframkvæmdir (3ja ára áætlun)
4. Gervigrasvöllur
5. Önnur mál
a) Erindi frá ÍSÍ
b) Lagt fram bréf frá UMFÍ til kynningar
c) Erindi frá TKS
d) Erindi frá fimleikadeild Gróttu
e) Erindi frá Geirþrúði Ásu Guðjónsdóttur
f) Fjölskyldustefna
g) Erindi frá KSÍ
h) Afreksstyrkur.

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Árni Einarsson, Haukur Geirmundsson og Margrét Sigurðardóttir.
Forföll: Nökkvi Gunnarsson.

Ritari fundar: Árni Einarsson.

1. Margrét kynnti sumarstarfið. Búið er að ráða fólk fyrir sumarið. Margar umsóknir bárust, en margir störfuðu einnig í fyrrasumar. Skólagarðarnir verða ekki starfræktir í sumar en í staðinn verður haldið úti smíða- (kofabygginga-) velli á bílastæðinu við Valhúsaskóla. ÆSÍS lýsir ánægju með þessa nýbreytni sem verður endurskoðuð að sumri loknu. Rætt um dagskrá Sumardagsins fyrsta sem verður með hefðbundnu sniði. Margrét lagði fram óskir frá Danssmiðjunni um að halda námskeið fyrir bæjarbúa í Gróttusalnum næsta vetur. Ekki er hægt að festa salinn með þessum hætti, en Margrét skoðar aðra möguleika í samráði við Heiðar Ástvaldsson danskennara. Margrét sagði frá tónleikahaldi sem nokkrar ungar stúlkur í Valhúsaskóla stóðu fyrir fyrr í vetur og gáfu hagnað af tónleikahaldinu til Barna- og unglingageðdeildar.
2. Umræðum um kaupstaðarafmælið haldið áfram frá síðasta fundi. Rætt um þátttöku Selsins í því. Margrét sendir ÆSÍS tillögur.
3. Formaður kynnti þriggja ára fjárhagsáætlun bæjarins, en þar er gert ráð fyrir framkvæmdum á árunum 2005 til 2007. ÆSÍS fagnar því að endurbætur og framkvæmdir við sundlaug skuli vera komnar á fjárhagsáætlun.
4. Formaður kynnti að vinna við deiliskipulag á Hrólfsskálamel væri í fullum gangi og búið sé að bjóða knattapyrnuvöllinn út. ÁE spurði formann um fyrirhugaða legu vallarins á skipulagssvæðinu, hvort ætlað væri að hann lægi þvert á Suðurströnd eða langs. Formaður upplýsti að ekki hefði enn borist útfærsla skipulagsnefndar á legu vallarins. Rætt um að einnig þyrfti að huga að gerð nýrra búningsklefa við hönnun svæðisins.
5. a. Lögð fram bréf frá ÍSÍ um Ísland á iði, annars vegar um skokkhópa og hins vegar um að fólk hjóli í vinnuna ákveðna daga.
b. Lagt fram bréf frá UMFÍ þar sem skorað er á sveitafélög að efla íþróttir aldraðra og fegra umhverfi íþróttamannvirkja.
c. Lagt fram bréf frá TKS vegna Neshlaups 2004. Samþykkt að veita klúbbnum 75 þúsund kr.styrk.
d. Lagt fram bréf frá fimleikadeild um fimleikagólf sem kominn er tími á að endurnýja. Afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar.
e. Lögð fram beiðni um styrk. Samþykkt að veita styrk vegna framlags til æskulýðsstarfa.
f. Formaður lagði fram punkta vegna vinnu við fjölskyldustefnu bæjarins. Haukur sendir þá punkta auk punkta frá ÁE til annarra nefndarmanna.
g. Lagt fram tilboð frá KSÍ um gerð sparkvalla til knattspyrnuiðkunar.ÆSÍS fagnar sparkvallaátaki KSÍ. Erindinu verður vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar með óskum um að slíkur völlur rísi við Hofgarða/Lindarbraut (Snægerði). ÆSÍS mun senda umsókn um slíkan völl (18x33 m) til KSÍ fyrir 10. maí nk., en þá rennur umsóknarfrestur út.
h. Afreksstyrkur til Jónatans Arnar Örlygssonar og Sigríðar Maríu Sigmarsdóttur voru samþykktir kr. 70 þúsund á hvort þeirra.

Fundi slitið kl. 18.45.

Ásgerður Halldórsdóttir Sigrún Edda Jónsdóttir
(sign)                                (sign)

Sjöfn Þórðardóttir Árni Einarsson
(sign)                      (sign)

Nökkvi Gunnarsson
(sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?