Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

17. desember 2012

363. (13.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 17. desember 2012 kl. 17:00 í íþróttahúsi Seltjarnarness.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Magnús Örn Guðmarsson, Eva Margrét Kristinsdóttir og Guðrún Kaldal ásamt Margréti Sigurðardóttur.

Áheyrnarfulltrúi: Felix Ragnarsson.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Stofnun hússtjórnar íþróttahúss Seltjarnarness. Mnr. 2012120019
    Íþróttafulltrúi sagði frá nýstofnaðri hússtjórn íþróttahúss. Í henni eiga sæti fulltrúar Íþróttafélagsins Gróttu og Grunnskóla Seltjarnarness ásamt yfirvaktstjóra íþróttahúss og íþróttafulltrúa. Tilgangur hússtjórnar er að fjalla um starfsemi íþróttahússins í heild sinni með það að markmiði að auka samvinnu og tengsl á milli Gróttu og grunnskóla.
  2. Ósk Íþróttafélagsins Gróttu um endurnýjun á þjónustusamning. Mnr. 2012110013
    Beðið er eftir greinagerð frá Gróttu vegna málsins og mun ÍTS taka afstöðu í málinu þegar hún hefur verið kynnt.
  3. Bréf foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum á íþróttasvæðum. Mnr. 2012110008
    Bréfið lagt fram til kynningar.
  4. Samræmingar á reglum um kjör á íþróttamönnum sveitarfélaga. Mnr. 2012120026
    Íþróttafulltrúi sagði frá fundi sem hann sat með fulltrúum SSH og framkvæmdastjóra UMSK. Þar kom fram að hin sveitarfélögin eru með samræmdar reglur og miða kjörið við íþróttafólk sem stundar íþrótt sína í bæjarfélaginu óháð búsetu. Reglur ÍTS taka aftur á móti mið af búsetu óháð félagi sem keppt er með. Reglurnar geta skarast að því leiti að sami íþróttamaður gæti verið tilnefndur hjá tveimur sveitarfélögum. Í umræðu ÍTS var einhugur um að halda sömu reglum óbreyttum.
  5. Styrkbeiðni sunddeildar KR. Mnr. 2012120027
    Samþykkt var að veita sunddeildinni 250 þúsund króna styrk með 4 atkvæðum, einn á móti.
  6. Styrkbeiðni vegna kaupa á boltahreinsivél. Mnr. 2012120024
    Samþykkt að kaupa slíka vél í íþróttahúsið með 4 atkvæðum, einn sat hjá.
  7. Breyting á tómstundastyrkjum Seltjarnarnesbæjar. Mnr. 2012120025
    Tómstundastyrkur hækkar úr kr. 25 þúsundum í 30 þúsund krónur árið 2013. Tómstundastyrkirnir gera fleirum kleift að stunda íþróttir og tómstundir. ÍTS fagnar þessari hækkun. Vert er að minna foreldra á að sækja um á réttum tíma.
  8. Áramótabrennan.
    Æskulýðsfulltrúi sagði frá undirbúningi áramótabrennunnar.
  9. Selið.
    Nú er tómstundastarf Selsins komið á fullt eftir miklar endurbætur á húsnæðinu. Nokkrar innansleikjur eru eftir í frágangi.
    Einnig sagði æskulýðsfulltrúi frá styrktarsýningu 10. bekkinga kl. 18 miðvikudaginn 19.desember í Félagsheimilinu og að ungmennaráðið bjóði uppá jólakaffikaffi fimmtudaginn 20.desember frá kl. 20-22 einnig í Félagsheimilinu.

Fundagerðin lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið kl. 18:15.

Lárus B. Lárusson (sign.)

Páll Þorsteinsson (sign.)

Magnús Örn Guðmannsson (sign.)

Eva Margrét Kristinsdóttir (sign.)

Guðrún Kaldal (sign.)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?