Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

15. apríl 2013

365. (15.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 15.apríl 2013 kl. 17:00 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Guðrún Kaldal, Páll Þorsteinsson, Magnús Örn Guðmarsson, Eva Margrét Kristinsdóttir og Margrét Sigurðardóttir

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Ársreikningar Íþróttafélagsins Gróttu. Mnr. 2013040020
    Haraldur Þrastarson Bjarni Torfi Álfþórsson og Birgir Hákonarson fóru yfir ársreikninga félagsins.
  2. Ósk Íþróttafélagsins Gróttu um endurnýjun á þjónustusamningi. Mnr. 2012110013
    Lögð var fram greinagerð af fulltrúum Gróttu þar sem hækkun á rekstrarstyrk til félagsins er rökstudd við endurnýjun á þjónustusamningi.
    Íþróttafulltrúa falið að vinna drög að endurnýjuðum þjónustusamningi fyrir næsta fundi ÍTS og óska eftir nánari rekstraráætlunum fyrir starfsárið 2013 frá félaginu.
  3. Erindi frá Íþróttafélaginu Gróttu varðandi rekstur íþróttamannvirkja Mnr. 2012090020.
    ÍTS leggur til við f&l að rætt verði við íþróttfélagið Gróttu um möguleika á breyttu rekstrarformi á íþróttamannvirkjum bæjarins.
  4. Árlegur styrkur sunddeildar KR. Mnr. 2012120027.
    Umræða fór fram um starfsemi sunddeildarinnar. Ákvörðun um áframhaldandi styrkveitingu frestað til næsta fundar.
  5. Styrkur knattspyrnudeildar Gróttu vegna Svíþjóðarferðar. Mnr. 2013040022.
    Samþykktur 140 þúsund króna styrkur.
  6. Styrkur Golfklúbbs Ness vegna Spánarferðar. Mnr. 2013040026.
    Samþykktur 140 þúsund króna styrkur.
  7. Styrkur vegna EM í kraftlyftingum. Mnr. 2013040024.
    Samþykktur 20 þúsund króna styrkur til Arnhildar Árnadóttur.
  8. Styrkur vegna HM í kraftlyftingum. Mnr. 2013040025.
    Samþykktur 20 þúsund króna styrkur til Fanneyjar Hauksdóttur
  9. Styrkur vegna sundmóts í Berlín. Mnr. 2013040023.
    Samþykktur 20 þúsund króna styrkur til Önnu Kristínu Jensdóttur.
  10. Stofnun ungmennahúss. Mnr. 2012110014.
    Margrét fór yfir starfsemi ungmennahússins sem stefnt er að hefjist 1.sept nk. ÍTS lýsir yfir ánægju með þetta nýja verkefni á vegum Selsins.
  11. Sumarnámskeið 2013. Mnr. 2013040021.
    Margrét fór yfir sumarnáskeið 2013.
  12. Styrkbeiðni frá Dominiqua Alma Belányi. Mnr. 2013020049
    Styrkbeiðnin fellur ekki að reglum ÍTS.
  13. Styrkbeiðni frá Nesklúbbnum fótboltafélag. Mnr. 2013040032

ÍTS getur ekki orðið við styrkbeiðninni.

Fundi slitið kl. 18:55

Lárus B. Lárusson sign. Eva Margrét Kristinsdóttir sign.

Magnús Örn Guðmarsson sign. Páll Þorsteinsson sign. Guðrún Kaldal sign.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?