Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

16. september 2013

367. (17.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 16. september 2013 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.


Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Guðrún Kaldal, Páll Þorsteinsson, Eva Margrét Kristinsdóttir og Margrét Sigurðardóttir.

Forföll boðuðu Felix Ragnarsson og Magnús Örn Guðmarsson.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Ungmennaráð Seltjarnarness. Fulltrúar frá ungmennaráði, Friðrik Árni Halldórsson og Anna Lilja Björnsdóttir mættu á fundinn. Mnr. 2013090054
    Fulltrúar ungmennaráðs kynntu starfsemi ráðsins og kynntu fyrirhugaða opnun ungmennahússins 11.október nk. Nefndin þakkar fulltrúum Ungmennaráðs Seltjarnarness fyrir góða kynningu og rætt um að gera fundargerðir ungmennaráðs aðgengilegar. HG og MS falið að vinna áfram með málið.
    Samþykkt að endurskoða styrkveitingar til æskulýðsmála með hliðsjón af verkefnum ungmenna.
  2. Vetrarstarf Selsins og skýrslur sumarnámskeiða. Mnr. 2013090044
    ÍTS þakkar fyrir greinagóðar skýrslur sumarnámskeiða. ÍTS telur mikilvægt að endurskoða fjölda starfsmanna í upphafi námskeiða, samanber skýrslu.
    Starfsemi Selsins fer vel af stað og lýsti forstöðumaður yfir mikilli ánægju með endurbætur á húsnæði Selsins. Farið var yfir vetrarstarfið.
  3. Þjónustusamningur Íþróttafélagsins Gróttu. Mnr. 2012110013
    Upplýst var að málið sé enn í vinnslu.
  4. Styrkir.
    Samþykktir voru eftirfarandi einstaklingsstyrkir:
    Arnhildur Anna vegna heimsmeistaramót unglinga í kraftlyftingum kr. 20 þús. Mnr. 2013090045
    Harpa Snædís vegna æfinga og keppnisferð í hópfimleikum kr. 20 þús. Mnr. 2013090046
    Ólafur Ægir vegna EU open í handknattleik U-19 kr. 20 þús. Mnr. 2013090048
    Vilhjálmur Geir vegna EU open í handknattleik U-19 kr. 20 þús. Mnr. 20130048
    Snorri Sigurðsson vegna smáþjóðaleika og Evrópukeppni í frjálsum íþróttum kr. 40 þús. Mnr. 2013090049
    Einnig var samþykktur styrkur til mfl.kvenna í handknattleik vegna æfinga og keppnisferðar kr. 140 þús. Mnr. 2013090051
  5. Erindisbréf ÍTS. Mnr. 2013010037
    Erindisbréfið lagt fram og kynnt. Ráðið bendir á að starfsemi ungmennahúss vanti inn í endurskoðað erindisbréf og að æskulýðsfulltrúi og fulltrúar ungmennaráðs sitji fundi ÍTS. Samþykkt að vísa ábendingum til fjárhags- og launanefndar.
  6. Opnunartímar sundlaugar. Mnr. 2013090052
    Fulltrúar ÍTS styðja hugmyndir íþróttafulltrúa um að lengja opnunartíma sundlaugar um helgar til kl. 19:30 allt árið. Samþykkt að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2014.

Fundi slitið kl. 9:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?