Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

17. október 2013

368. (18.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 17.október 2013 kl. 17:00 á bæjarskrifstofunni.


Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Eva Margrét Kristinsdóttir Magnús Örn Guðmarsson, Margrét Sigurðardóttir, Felix Ragnarsson áheyrnarfulltrúi og Anna Lilja Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi

Forföll boðaði Guðrún Kaldal.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Fjárhagsáætlun 2014. Mnr. 2013090073

    Farið var yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunar 2014.

  2. Ungmennahúsið Skelin. Mnr. 2012110014

    ÍTS veitti 100 þúsund króna styrk vegna opnunar ungmennahússins Skejlarinnar. Lárus og Margrét fóru yfir hvernig starfsemin kemur til með að þróast.

  3. Skýrsla starfshóps um framtíð íþróttamiðstöðvar. Mnr.

    Skýrslan lögð fram til kynningar. ÍTS fagnar vel unninni skýrslu starfshóps um Íþróttamiðstöð Seltjarnarness sem skipaður var á vegum bæjarstórnar og hefur nú skilað af sér skýrslunni og þakkar þeim sem komu að gerð hennar.ÍTS álítur að skýrslan sé gott innlegg í þá umræðu sem framunda er um framtíðarskipan húsnæðismála hjá íþróttaiðkendum í bænum.

  4. Erindi frá fimleikadeild Gróttu. Mnr. 2013100047

    Styrkbeiðni fimleikadeildar vegna kaupa á fiber gólfi lögð fram.

    ÍTS tekur jákvætt í styrkbeiðnina og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2014.

    Fundi slitið kl. 18:25

l

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?