Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

08. maí 2014

373. (23.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 8.maí 2014 kl. 17:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Guðrún Kaldal, Magnús Örn Guðmarsson, Margrét Sigurðardóttir og Anna Lilja Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Íþrótta- og tómstundaþing Seltjarnarnesbæjar. Mnr. 2014020036.
    ÍTS lýsir yfir ánægju með framkomna íþrótta, tómstunda- og lýðheilsustefnu. Stefnan tekur bæði til þeirra verkefna sem sveitarfélagið sjálft hefur með höndum, en er einnig stefna bæjarins um hvernig sveitarfélagið hyggst eiga samstarf og styðja við íþróttir og tómstundir sem eru stundaðar í bæjarfélaginu á ábyrgð einstaklinga og félaga. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða stefnu.
  2. Styrkbeiðni knattspyrnudeildar Gróttu. Mnr. 2014050010
    Samþykkt að veita ferðastyrk að upphæð kr. 140 þúsund vegna ferðar 3.flokks karla á knattspyrnumót á Spáni.
  3. Sumarnámskeið barna 2014.
    ÍTS beinir því til íþróttafulltrúa og æskulýðsfulltrúa að leggja áherslu á góða kynningu á sumarstarfseminni í gegnum upplýsingaveitur bæjarins og skóla.

Fundi slitið kl. 18:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?