Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

05. júní 2014

374. (24.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 5.júní 2014 kl. 16:30 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Páll Þorsteinsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Guðrún Kaldal, Magnús Örn Guðmarsson, Margrét Sigurðardóttir og Anna Lilja Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Ársreikningar Íþróttafélagsins Gróttu. Mnr. 2014040017.
    Fulltrúi frá Gróttu, Kristín Finnbogadóttir framkvæmdastjóri fór yfir ársreikninga og almennt starf félagsins og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.
  2. Erindi frá aðalstjórn Gróttu vegna kraftlyftingadeildar. Mnr. 2014060007.
    Ósk aðalstjórnar um að kraftlyftingadeild Gróttu fái að koma að hluta til inn í styrkjakerfi félagsins sem snýr að afreksstyrkjum rædd.
    Nefndarmenn taka vel í erindið og vísa því til ákvörðunar næstu ÍTS-nefndar.
  3. Íþrótta- tómstunda og lýðheilsustefna Seltjarnarnesbæjar. Mnr. 2014020036.
    Formaður þakkaði nefndarmönnum og starfsmönnum sviðsins fyrir gott samstarf og vel unnin störf við undirbúning stefnunnar og upplýsti jafnframt að bæjarstjórn hefði samþykkt stefnuna samhljóða og jafnframt lýst yfir mikilli ánægju með nýja íþrótta, tómstunda- og lýðheilsustefnu.

    Meðfylgjandi er bókun úr fundargerð bæjarstjórnar frá 14.05.14
    a.  Lögð var fram íþrótta, tómstunda- og lýðheilsustefna Seltjarnarnesbæjar.
    Lárus B. Lárusson fylgdi úr hlaði stefnu Seltjarnarnesbæjar í íþrótta, tómstunda- og lýðheilsumálum. Gerði hann grein fyrir helstu þáttum stefnunnar og markmiðum hennar. Lárus B. Lárusson færði öllum sem komið hafa að málinu þakkir fyrir vel unnin störf og sagði að á nýju kjörtímabili þyrfti að vinna að aðgerðaráætlun til að framfylgja stefnunni.
    Bæjarstjóri kvaddi sér hljóðs og fagnaði sérstaklega framkominni tillögu.
    Stefna Seltjarnarnesbæjar í íþrótta, tómstunda og lýðheilsumálum er samþykkt samhljóða.
  4. Styrkbeiðni sunddeildar KR vegna keppnisferðar Kolbrúnar Jónsdóttur til Spánar. Mnr. 20140060009.
    Samþykkt að veita henni kr. 20 þúsund króna ferðastyrk.
  5. Styrkbeiðni Kraftlyftingasambandsins vegna þátttöku Fanneyjar Hauksdóttur á HM í kraftlyftingum í Danmörku. Mnr. 201406008.
    Samþykkt að veita henni 20 þúsund króna ferðastyrk.
    Haukur vék af fundi undir þessum lið.
  6. Afreksstyrkur Fanneyjar Hauksdsdóttur. Mnr. 2014060012.
    ÍTS veitti Fanneyju Hauksdóttur kr. 200 þúsund í afreksstyrk vegna heimsmeistaratitils hennar í kraftlyftingum.
    Haukur vék af fundi undir þessum lið.
  7. Styrkbeiðni Fimleikasambandsins vegna NM Nönnu Guðmundsdóttur í áhaldafimleikum. Mnr. 201406006.
    Samþykkt að veita henni 20 þúsund króna ferðastyrk.
  8. Styrkbeiðni Fimleikasambandsins vegna þátttöku Nönnu Guðmundsdóttur á EM í áhaldafimleikum. Mnr. 2014060005.
    Samþykkt að veita henni 20 þúsund króna ferðastyrk.
  9. Styrkbeiðni aðalstjórnar Gróttu vegna æfinga- og keppnisferðar 4.flokks kvenna til Danmerkur. Mnr. 201406004.
    Samþykkt að veita 140 þúsund króna ferðastyrk.
  10. Ungt fólk á Seltjarnarnesi – skýrsla Rannsóknar og greiningar. Mnr. 2014060011.
    Skýrslan lögð fram og fram kom mikil ánægja með áframhaldandi góðan árangur í forvarnarmálum á Seltjarnarnesi.
  11. Sumarnámskeið 2014.
    Farið var yfir hvernig undirbúningur sumarnámskeiða hefur gengið til þessa.
  12. Sundlaug Seltjarnarness.
    Farið var yfir málefni sundlaugar.

Formaður þakkaði nefndarmönnum fyrir gott samstarf á liðnum árum.

Fundi slitið kl. 18:00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?