Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

29. ágúst 2014

375. (1.) fundur Íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness, haldinn föstudaginn 29.ágúst 2014 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Magnús Ingi Guðmundsson og Margrét Sigurðardóttir.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

 1. Fundur settur.
  Magnús Örn nýr formaður ÍTS setti fund og bauð nýja íþrótta- og tómstundanefnd velkomna og fundarmenn kynntu sig. 
 2. Kosning varaformanns og ritara.
  Stungið var uppá Sigríði Sigmarsdóttur sem varaformanni og Hauki Geirmundssyni sem ritara sem var samþykkt samhljóða.
 3. Fundatími og fundir fram að áramótum.
  Fundatímar ræddir og ákveðið að formaður sendi út fundatíma til nefndarmanna í tölvupósti.
 4. Erindi frá aðalstjórn Gróttu vegna kraftlyftingadeildar. Mnr. 2014060007.
  Erindið kynnt og ákveðið að fresta því til næsta fundar. Nefndarmenn kynni sér samstarfssamning Gróttu og Seltjarnarnesbæjar fyrir næsta fund.
 5. Erindisbréf ÍTS. Mnr. 2013010037.
  Erindisbréfið lagt fram og nefndarmenn beðnir um að kynna sér innihaldið.
 6. Reglur ÍTS um styrki til liða og einstaklinga. Mnr. 2013110023.
  Farið var yfir hvaða styrki ÍTS er að greiða. 
 7. Sumarstarfið – námskeið – Selið – Vinnuskólinn. Mnr. 2014080020.
  Skýrslur um sumarstörfin lagðar fram og ræddar. Nefndarmenn þakka greinagóðar skýrslur og leggur ÍTS til að útfærsla vinnuskóla verði endurskoðuð eftir reynslu sumarsins.
 8. Fjárhagsáætlun 2015. Mnr. 2014030048.
  Undirbúningur fjárhagsáætlunar kynntur fyrir nefndarmönnum.
 9. Aðgerðaráætlun vegna íþrótta- og tómstundastefnu. Mnr. 2014080021
  Íþrótta- og tómstundastefnan var kynnt og fyrirhuguð vinna nefndarinnar við aðgerðaráætlun rædd.
 10. Mannvirkjamál – viðhald.
  Farið var yfir það brýnasta í viðhaldi íþróttamiðstöðvar. Íþróttafulltrúi tekur saman skýrslu til að kynna fyrir nefndarmönnum á næsta fundi.
 11. TKS – hlaupið. Mnr. 2014080022.
  Farið var yfir starfsemi TKS og hugmyndir þeirra um nýliðun í starfseminni. ÍTS óskar eftir nánari útfærslu. Fram kom að í síðasta TKS hlaupi hafi vantað að yngri kynslóðirnar tækju aukinn þátt. Samþykkt að veita TKS kr. 250 þúsund króna styrk. Íþróttafulltrúa falið að gera skriflegan samning við TKS
 12. Styrkbeiðni vegna EM U-18 í hanbolta í Póllandi. Mnr. 2014080024
  Samþykkt að veita Aroni Degi Pálssyni 20 þúsund króna styrk.
 13. Styrkbeiðni vegna HM – unglinga í kraftlyftingum í Ungverjalandi. Mnr. 2014080025.
  Samþykkt að veita Arnhildi Önnu Árnadóttur 20 þúsund króna styrk.

Fundarslit.

Fundi slitið kl.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?