Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

12. febrúar 2015

379. (5.) fundur Íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 12. febrúar 2015 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason og Margrét Sigurðardóttir.

Fulltrúi Ungmennaráðs, Anna Lilja Björnsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

 1. Fundatímar ÍTS.
  Lagðir voru fram fundatímar ÍTS fram á sumar.
 2. Umsóknarblað um íþrótta- og tómstundastyrki. Mnr. 2015020026.
  Umsóknarblaðið lagt fram og samþykkt.
 3. Íþróttamaður/kona Seltjarnarness 2014. Mnr. 2014120041.
  Farið yfir tilnefningar sem hafa borist.
  Haukur Geirmundsson vék af fundi undir þessum lið.
 4. Aðgerðaráætlun íþrótta- og tómstundastefnu Seltjarnarness. Mnr. 2014080021.
  Farið yfir markmið og leiðir íþrótta- tómstunda- og lýðheilsustefnunnar og ákveðið að formaður listi upp forgangsmál sem stefnt er að klára eins fljótt og auðið er.
 5. Afreksmannasjóður. Mnr. 2015020025.
  Farið var yfir viðmið sjóðsins og nánari útfærsla lögð fram á næsta fundi ÍTS.
 6. Erindi frá vinafélagi Pólska skólans. Mnr. 2015020002.
  Í erindinu er óskað eftir því að nemendur Pólska skólans sem búsettir eru á Seltjarnarnesi fái aðild að tómstundastyrkjum bæjarins. Erindi Pólska skólans fellur ekki að reglum ÍTS um tómstundastyrki og er því hafnað.
 7. Erindi frá Hjólakrafti. Mnr. 2015020022.
  Í erindinu er óskað eftir því að þátttakendur á námskeiðum Hjólakrafts sem búsettir eru á Seltjarnarnesi fái aðild að tómstundastyrkjum bæjarins. Íþróttafulltrúa falið að afgreiða málið.
 8. Sundlaug – aðsóknartölur og tekjur. Mnr. 2014100037.
  Bornar voru saman aðsóknar- og tekjutölur janúarmánaða 2014 og 2015. Aðsókn hefur verið að dragast saman frá árinu 2012. Sviðsstjóra falið að bera saman aðsóknartölur sundlauga á höfuðborgarsvæðinu og þróun þeirra. Rædd var hugmynd um að gera skoðanakönnun er varðar aðsókn í sundlaugina.
 9. Ýmsir styrkir og tómstundastyrkir. Mnr. 2014120043
  Farið var yfir hreyfingar 2015 á styrkjaliðum.
 10. Málefni knattspyrnufélagsins Kríunnar. Mnr. 2014100045.
  Ákveðið hefur verið að bjóða iðkendum Kríunnar að nota gervigrasvöllinn á sömu forsendum og í fyrrasumar.
 11. Málefni knattspyrnufélagsins KV. Mnr. 2015020023.
  Erindi KV.rætt og að höfðu samráði við knattspyrnudeild Gróttu er erindinu hafnað.
 12. Styrkumsókn vegna ferðar á Partilla Cup í Svíþjóð. Mnr. 2015020019.
  Samþykkt að veita 4.og 5.flokki karla og kvenna í handknattleik kr. 420 þúsund.
 13. Styrkumsókn vegna æfingaferðar til London. Mnr. 2015020020.
  Samþykkt að veita 2.flokki karla í knattspyrnu kr. 140 þúsund í styrk vegna ferðarinnar.
 14. Styrkumsókn vegna æfinga og keppnisferðar til Bandaríkjanna. Mnr. 2015020018.
  Samþykkt að veita meistarahópi stúlkna í áhaldafimleikum kr. 140 þúsund í styrk vegna ferðarinnar.

Fundi slitið kl.9:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?