Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

286. fundur 07. september 2004

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Árni Einarsson, Nökkvi Gunnarsson, Linda Sif Þorláksdóttir og Haukur Geirmundsson.

Ritari fundar Árni Einarsson.


Dagskrá:

1. Erindisbréf ÆSÍS
2. Skákmót Hróksins
3. 30 ára kaupstaðarafmæli
4. Bréf frá íþróttakennurum
5. Bréf frá knattspyrnudeild
6. Málefni Íþróttamiðstöðvar
7. Tómstundastarfið framunda í Selinu
8. Önnur mál

1. Í upphafi fundar voru Nökkva Gunnarssyni færðar hamingjuóskir í tilefni giftingar hans. Nökkva var einnig.vottuð samúð vegna fráfalls föður hans sem lést fyrir skömmu.
Drög að erindisbréfi samþykkt að undanskilinni síðustu setningu í kaflanum um meginhlutverk, sem segir: ,,Ráðinu er ekki heimil fullnaðarafgreiðsla mála.” Ráðið leggur til að setningin sé felld burt og telur að skýr fyrirmæli um verksvið og hlutverk ráðsins komi fram í upphafsgrein kaflans.

2. Fyrir liggur ósk Hróksins um að halda skákmót með líku sniði og í fyrra. Áætlað er að halda mótið 2. okt. nk. Erindið samþykkt. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.

3. Samþykkt að stefna að sérstakri afmælisdagskrá með þátttöku barna og unglinga síðari hluta nóvembermánaðar. Linda Sif leitar eftir þátttöku skóla og samtaka í bænum.

4. Lagt fram erindi frá íþróttakennurum grunnskólanna um að tekið verði tillit til íþróttakennslu skólanna við fyrirhugaðan knattspyrnuvöll á Hrólfsskálamel. Ráðið tekur undir ábendingar kennaranna og vísar þeim til skipulags- og mannvirkjanefndar.

5. Lagt fram erindi knattspyrnudeildar Gróttu dags. 1. sept. 2004 um styrk til deildarinnar. Samþykktur 255 þúsund kr. styrkur til knattspyrnudeildar Gróttu.

6. Haukur lagði fram rekstraryfirlit íþróttamiðstöðvar fyrstu átta mánuði ársins og gerði grein fyrir starfseminni.

7. Linda Sif gerði grein fyrir starfinu framundan í vetur. Starfsmannamál standa vel og sagði hún starfið fara vel af stað. Lýsti hún áhyggjum vegna yfir vofandi verkfalls grunnskólakennara og hugsanlegra áhrifa þess á starfið.
Linda sagði frá mikilli grósku í hljómsveitalífi í bænum en sárlega skortir húsnæði. Ráðíð beinir þeim tilmælum til skólanefndar að leitað verði leiða til þess að samnýta húsnæði í kjallara heilsugæslunnar sem tónlistarskólinn nýtir nú, eins og rætt var um í tengslum við flutning bókasafnsins á sínum tíma.

8. Engin.

Fundi slitið kl. 19.25..

Ásgerður Halldórsdóttir Sigrún Edda Jónsdóttir Sjöfn Þórðardóttir
(sign) (sign) (sign)

Árni Einarsson Nökkvi Gunnarsson
(sign) (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?