Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

18. maí 2015
381.(7.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 18.maí 2015 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason og Guðmundur Ari.

Fulltrúi Ungmennaráðs, Anna Lilja Björnsdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

 1. Heilsudagar 7.-9. maí.

  Á heilsudögum voru aðildarfélög bæjarins ásamt ýmsum fyrirtækjum og einstaklingum sem tengjast lýðheilsu hvött til þess að opna starfsemi sína fyrir almenningi með það fyrir augum að kynna það sem er í boði í bæjarfélaginu. Rætt var um hvað tókst vel og hvað mætti betur fara í skipulagi slíkra daga.

 2. TKS hlaupið – samningur. Mnr. 2014080022.

  Samningurinn lagður fram og samþykktur. Íþróttafulltrúa falið að ganga frá samningnum sem fyrst. ÍTS óskar TKS til hamingju með vel heppnað Neshlaup og 30 ára afmælið.

 3. Gallup könnun. Mnr. 2015020039.

  Fjallað var um tillögur Þórhalls Ólafssonar frá Gallup og formanni og íþróttafulltrúa falið að koma könnun í framkvæmd í sumar.

 4. Sumarbæklingur ÍTS. Mnr. 2015050130.

  Dagskrá sumarstarfsins er aðgengileg á heimasíðu bæjarins. Farið var yfir sumarstarfið og hvað sé framundan í námskeiðahaldi fyrir börn og unglinga á Seltjarnarnesi.

 5. Selið, sumarnámskeið og skipulag. Mnr. 2015050131.

  Guðmundur Ari sem sinnir starfi forstöðumanns í veikindum Margrétar fór yfir sumarstarf Selsins. Hann fór yfir starfið í vetur og hvað er framundan. Starfið hefur tekist mjög vel og mikil ánægja með starfsemi Selsins. Guðmundur Ari sagði frá ferð ungmennaráðs til Brussel.

 6. Skyndihjálparnámskeið flokkstjóra sumarstarfsins. Mnr. 2015050130.

  Guðmundur Ari sagði frá hvernig námskeiðin hafa farið fram undanfarin ár. ÍTS leggur áherslu á að allir flokkstjórar sumarstarfsins sæki námskeiðið ásamt leiðbeinendum Gróttu. Formaður ÍTS ræðir við formann skólanefndar hvernig skyndihjálparkennslu er háttað í grunnskólum og frekari möguleika þar á.

 7. Opnunartími Hagkaupa / foreldrarölt.

  Rætt var um hópamyndanir vegna langs opnunartíma verslunarinnar. Málið er í farvegi hjá skipulagsnefnd og styður ÍTS þá vinnu heilshugar. Foreldraröltið þarf að skipuleggja uppá nýtt fyrir næsta vetur og virkja foreldra betur. Varaformanni ÍTS og forstöðumanni Selsins falið að skoða málið í sumar.

 8. Munntóbaksnotkun – átak með Gróttu.

  Rætt var um hvernig er hægt að koma í veg fyrir munntóbaksnotkun iðkenda Gróttu. Formaður fundar með Gróttu m.a. um þetta málefni í byrjun júní.

 9. Sundlaug – aðsókn og tekjur 2015. Mnr. 2014100037.

  Aðsóknar- og tekjutölur fyrstu fjóra mánuði ársins lagðar fram og bornar saman við sama tíma 2014.

 10. Lokun sundlaugar 11.-15.maí. Mnr. 2014100037.

  Sviðsstjóri sagði frá verkefnum meðan á lokun stóð.

 11. Styrkir til íþrótta- og æskulýðsstarfs.- staða. Mnr. 2014120043.

  Farið var yfir hreyfingar á ýmsum styrkjum.

 12. Tómstundastyrkir – staða. Mnr. 2014120043.

  Farið yfir stöðu á tómstundastyrkjum.

 13. Endurnýjun á gervigrasinu. Mnr. 201505140.

  Lagt fram bréf frá formanni knattspyrnudeildar þar sem óskað var eftir að sett verði nýtt yfirborð á gervigrasvöllinn. Sviðsstjóri sagði frá því að unnið hefði verið að því að mýkja yfirborðið með sérstökum búnaði og hefði grasið batnað til muna við það. Stefnt er að því að framkvæma þá aðgerð aftur í júní. Með þessu er hægt að halda grasinu mýkra en það hefur verið. Sviðsstjóra falið að gera stutta greinagerð um ástand gervigrassins ásamt kostnaðaráætlun og leggja fram á næsta fundi ÍTS.

 14. Merkingar íþróttahúsi. Mnr. 2015050141.

  Lagt fram bréf frá formanni barna- og unglingaráðs handknattleiksdeildar Gróttu þar sem óskað er eftir að merktar verði punktalínur á litlu vellinu þvert í salnum. Sviðsstjóri sagði að við því verði brugðist í sumar.

 15. Norðurálsmótið – 7.fl.ka.knattspyrnu. Mnr. 2015050152.

  Lögð fram beiðni frá undirbúningshóp um að ÍTS kaupi auglýsingu á peysur sem drengirnir klæðast á mótinu. ÍTS hafnar erindinu á grundvelli samnings við Gróttu.

 16. Styrkbeiðni frá 4.fl.kvk.knattsp. vegna Dana cup. Mnr. 2015050154.Styrkbeiðnin rædd og samþykkt að veita 140 þúsund króna styrk.

 17. Styrkbeiðni 4.fl.ka. vegna Partilla Cup. Mnr. 2015020019. Fyrirspurn frá Davíð B. Gíslasyni vegna styrkveitingar ÍTS til 4.flokks. rædd. ÍTS samþykkir að bæta við 140 þúsund krónum við fyrri styrkveitingu í samræmi við reglur ÍTS.

 18. Styrkbeiðni vegna Norðurlandamóts unglinga í fimleikum í Finnlandi. Mnr. 2015050143. Samþykkt að veita Nönnu Guðmundsdóttur 20 þúsund króna styrk.

 19. Styrkbeiðni vegna EM í kraftlyftingum í Ungverjalandi. Mnr. 2015050146. Samþykkt að veita Arnhildi Önnu Árnadóttur 20 þúsund króna styrk.

 20. Styrkbeiðni vegna Íslandsmóts í sundi. Mnr. 2015050151. Samþykkt að veita Kolbrúnu Jónsdóttur 20 þúsund króna styrk.

 21. Styrkbeiðni vegna þjálfaranámskeiðs í Danmörku. Mnr. 2015050094. Samþykkt að veita Kára Garðarssyni 90 þúsund króna styrk í ljósi frábærs árangur hans sem þjálfara meistaraflokks kvenna. ÍTS óskar meistaraflokki kvenna í handknattleik innilega til hamingju með besta árangur í sögu félagsins.

Eva Margrét vék af fundi undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 9:40.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?