Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

27. ágúst 2015

383. (9.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 27. ágúst 2015 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason og Guðmundur Ari.

Áheyrnarfulltrúi : Anna Lilja Björnsdóttir.

Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.

 1. Gallup könnun – spurningalisti og framkvæmd. Mnr. 2015020039.
  Verið er að leggja lokahönd á undirbúning þjónustukönnunar í sundlaug, en henni var frestað fram í september. Könnunin verður lögð fyrir sundlaugargesti að lokinni netfangasöfnun sem hefst á næstu dögum.
 2. Erindi frá formanni handknattleiksdeildar Gróttu. Mnr. 2015080482
  Sviðsstjóri fór yfir þá verkþætti sem framkvæmdir hafa verið í sumar.
 3. Styrkbeiðni vegna Finnlandsferðar ungmennaráðs. Mnr. 201508478
  Forstöðumaður Selsins sagði frá för ungmennaráðs til Helsinki í Finnlandi. Samþykkt að veita 13 einstaklingum ungmennaráðs 20 þúsund króna styrk hverjum, eða samtals kr. 260 þúsund.
 4. Hækkun ferðastyrkja ÍTS. Mnr. 201508476
  Styrkjamálin rædd og ákveðið að fresta umræðunni til næsta fundar. Nefndarmenn voru sammála að hækka þarf ferðastyrki á næsta ári en jafnframt skerpa á úthlutunarreglum. Formaður og varaformaður munu vinna drög að nýjum reglum og kynna.
 5. Viðræður við Reykjavíkurborg vegna fimleikadeildar. Mnr. 2015030051
  Formaður sagði frá viðræðum bæjarstjóra við Reykjavíkurborg og þær þokuðust í rétta átt. Málið væri flókið og hefði þ.a.l. tekið sinn tíma. Vonandi væri stutt í jákvæðar fréttir af málinu og drög að samningi yrðu svo kynnt nefndinni.
 6. Málefni Selsins. Mnr. 2015080131
  Forstöðumaður Selsins fór yfir málefni Selsins, ungmennaráðs og sumarstarfsins. Verkefni sumarsins gengu vel og verið er að undirbúa veturinn. Hann sagði frá því að Margrét forstöðumaður Selsins hyggist byrja aftur í hlutastarf eftir veikindi.
 7. Styrkbeiðni vegna Berlínarferðar. Mnr. 2015080475
  Samþykkt að veita mfl. karla kr. 140 þúsund króna styrk vegna æfinga- og keppnisferðar þeirra til Berlínar.
 8. Styrkbeiðni vegna U-15 í körfubolta til Danmerkur. Mnr. 2015060196
  Samþykkt að veita Sigvalda Eggertssonar 20 þúsund króna styrk.
 9. Sundlaug – aðsókn og tekjur 2015. Mnr. 2014100037.

  Aðsóknar- og tekjutölur fyrstu sjö mánuði ársins lagðar fram og bornar saman við sama tíma 2014.

 10. Styrkir til íþrótta- og tómstundastarfs - staða. Mnr. 2014120043.
  Farið var yfir hreyfingar á ýmsum styrkjum.

 11. Hreyfivika UMFÍ. Mnr. 2015080486
  Árleg hvatning UMFÍ lögð fram og rædd. Nefndarmenn sammála að halda hreyfidaga á Seltjarnarnesi í kringum TKS hlaupið í maí.

 12. Ósk um að bjóða Seltirningum á Vivaldi völlinn. Mnr. 2014120046
  Sú hugmynd kom upp að í tilefni af bæjarhátíðinni verði Seltirningum boðið á leikinn Grótta – Þór sem fram fer á Vivaldi vellinum laugardaginn 29.ágús n.k. Samþykkt að veita kr. 100 þúsund króna styrk í verkefnið.

 13. Nýtt yfirborð á gervigrasvöllinn. Mnr. 2015080340
  ÍTS styður að skipt verði um yfirborð á gervigrasinu miðað við þær forsendur sem hafa verið kynntar nefndinni og vísar áframhaldandi vinnu til bæjarráðs.

Fundi slitið kl. 9:05

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?