Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

24. september 2015

384. (10.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 24. sept. 2015 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason og Margrét Sigurðardóttir.

Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.

 1. Gallup könnun. Mnr. 2015020039.
  Söfnun netfanga hefur farið fram undanfarnar tvær vikur í umsjón starfsmanna sundlaugar og World Class. Verið er að undirbúa að senda könnunina á söfnuð netföng. Stefnt er að niðurstöður verði kynntar á næsta fundi ÍTS í nóvember.
 2. Endurskoðun ferðastyrkja ÍTS. Mnr. 2015090179.
  Ferðastyrkir ræddir og stefnt að því að ljúka málinu á næsta fundi.
 3. Stefnumótunardagur Gróttu haldinn 26.september 2015. Mnr. 2015090181.
  Formaður sagði frá fyrirhuguðum stefnumótunardegi og hvatti nefndarmenn að mæta.

 4. Fjárhagsáætlun 2016 – undirbúningur. Mnr. 2015090178. Sviðsstjóri fór yfir dagsetningar og feril fjárhagsáætlunar 2016. Gert verður ráð fyrir sömu krónutölu og 2015. 

 5. Skýrslur leikjanámskeiða og Vinnuskóla. Mnr. 2015090172. Forstöðumaður Selsins fór yfir helstu atriði skýrslnanna. Rætt var um samstarf Selsins og knattspyrnuskóla í sumar og ákveðið að funda með Gróttu og forsvarsmönnum Selsins.

 6. Styrkbeiðni vegna ferða U-19 til Svíþjóðar, Qatar og Rússlands. Mnr. 2015090039 – 2015090040 og 2015080476.
  Samþykkt að veita Aroni Degi Pálssyni kr. 60 þúsund vegna 3ja ferða hans með U-19.

 7. Sundlaug – aðsókn og tekjur 2015. Mnr. 2014100037.
  Aðsóknar- og tekjutölur fyrstu átta mánuði ársins lagðar fram og bornar saman við sama tíma 2014. Fram kom að aðsókn og tekjur hafa aukist frá vorinu

 8. Styrkir til íþrótta- og tómstundamála – staða. Mnr. 2014120043. Farið var yfir stöðu og hreyfingar á ýmsum styrkjum.

Fundi slitið kl. 09:25.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?