Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

05. nóvember 2015

385. (11.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 5. nóvember 2015 kl. 8:00 í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Eva Margrét Kristinsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason og Margrét Sigurðardóttir.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

 1. Gallup könnun. Mnr. 2015030054.
  Þórhallur Ólafsson frá Gallup kynnti niðurstöður úr þjónustukönnun sundlaugarinnar. Niðurstöður gefa til kynna ánægju með helstu þætti sundlaugarinnar og starfsfólk hennar. Sviðsstjóra og starfsfólki hrósað fyrir góðar niðurstöður úr könnuninni.
 2. Fjárhagur og launamál. Mnr. 2014030048.
  Farið var yfir ástæður þess að launaliður er kominn framúr áætlun 2015.
  Helstu skýringarnar eru vegna veikindaleyfa, starfslokasamnings og starfsmats.
 3. Samstarf um byggingu fimleikahúss. Mnr. 2015030051.
  ÍTS ræddi niðurstöðu borgarráðs og möguleika í stöðunni. Formaður mun fara yfir næstu skref með bæjarstóra og formanni bæjarráðs.

  Bókun allra fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Neslista í ÍTS:
  Íþrótta- og tómstundanefnd Seltjarnarness harmar ákvörðun borgarráðs um að taka ekki þátt í byggingu fimleikahúss á Seltjarnarnesi að svo stöddu vegna bágrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Um 75% iðkenda í fimleikum á Seltjarnarnesi eru börn úr Reykjavík og er engin önnur fimleikaaðstaða til staðar í vesturhluta borgarinnar. Með sameiginlegri uppbyggingu fimleikaaðstöðu myndu sparast miklir fjármunir og augljóst er, að ef Reykjavíkurborg hyggst byggja sitt eigið fimleikahús mun það verða miklu mun dýrara fyrir borgina. Erfitt er að ímynda sér hvar Reykjavíkurborg gæti byggt upp slíka aðstöðu í viðvarandi lóðaskorti. Ljóst er að ekki er hægt að byggja upp fullkomna fimleikaaðstöðu á víð og dreif um borgina og alls ekki í hverju bæjarfélagi. Það er jafnframt í bága við yfirlýstan vilja SSH um að samstarf við uppbyggingu á sérhæfðum íþróttamannvirkjum. ÍTS skorar á Reykjavíkurborg að endurskoða afstöðu sína og fagnar á sama tíma bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að fram fari þarfagreining á aðstöðu fyrir fimleikaíþróttir í vesturhluta borgarinnar. Afar brýnt er að þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er enda er fimleikaaðstaða Gróttu fyrir löngu sprungin, ekki síst vegna þjónustu við íbúa Reykjavíkur.
 4. Afreksmannasjóður ÍTS. Mnr. 2015020025.
  Eva Margrét lagði fram drög viðmiðunarreglna um afreksmannastyrki og stofnun á Afreksmannasjóði ÍTS. Ákveðið var að nefndarmenn fari yfir drögin og þau afgreidd á næsta fundi ÍTS. Stofnun Afreksmannasjóðs hefur verið í burðarliðnum skv. samþykktri Íþrótta- tómstunda og æskulýðsstefnu bæjarins.
 5. Nýtt gervigras. Mnr. 2015080340.
  Formaður fór yfir stöðu mála og gerði grein fyrir tillögum Vilhjálms Ásgeirssonar frá V.S.Ó. verkfræðistofu um feril framkvæmda. Stefnt er að því að útboð fari fram í byrjun janúar og að framkvæmd hefjist í apríl ef veður leyfir. Skýr vilji kom fram hjá nefndarmönnum að aðeins verði notað viðurkennt gúmmí í völlinn.
 6. Fjárhagsáætlanir deilda Gróttu. Mnr. 2015110016.
  Fjárhagsáætlanir deilda Gróttu lagðar fram og ræddar. ÍTS hrósar deildum Gróttu fyrir vel unnar fjárhagsáætlanir en ítrekar fyrir Gróttu að mikilvægt sé að skila inn áætlunum á réttum tíma, eða 1. október.
 7. Málefni Selsins. Mnr. 2015050131.
  Farið var yfir málefni Selsins. Forstöðumaður Selsins ræddi beiðni um 25% aukið stöðugildi í Ungmennahúsi á næsta fjárhagsári.
 8. Sundlaug – aðsókn og tekjur 2015. Mnr. 2014100037.
  Farið var yfir stöðu á aðsókn og tekjum sundlaugar. Kom fram að aðsókn er á pari við síðasta ár en tekjur 7% yfir.
 9. Styrkir til íþrótta- og tómstundamála – staða. Mnr. 2014120043.
  Farið var yfir stöðu á styrkjum ÍTS sem eru í ágætu jafnvægi við fjárhagsáætlun.
 10. Styrkbeiðni vegna þjálfaranámskeiðs. Mnr. 2015110017.
  Samþykkt að veita Magnúsi Erni Helgasyni kr. 30 þúsund í þjálfarastyrk skv. úthlutunareglum ÍTS.
 11. Styrkbeiðni vegna HM í kraftlyftingum í Finnlandi. Mnr. 2015100105.
  Samþykkt að veita Matthildi Óskarsdóttur kr. 20 þúsund í ferðastyrk.
 12. Styrkbeiðni vegna leigu á knattspyrnuvelli. Mnr. 2015110019.
  ÍTS telur sig því miður ekki geta orðið við beiðninni og hafnar henni.
 13. Styrkbeiðni vegna leigu á fimleikaaðstöðu. Mnr. 2015110018.

ÍTS telur sig því miður ekki geta orðið við beiðninni og hafnar henni.

Fundi slitið kl. 10:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?