Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

10. desember 2015

387. (12.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 10.des. 2015 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason og Margrét Sigurðardóttir.

Forföll boðaði Eva Margrét Kristinsdóttir.

Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.

 1. Eftirfylgni Gallup könnun og viðbrögð. Mnr. 2015030054.

  Rætt var um ýmis málefni könnunarinnar.

 2. Fjölnotavellir. Mnr. 2015120025.

  Lagt var fram til kynningar upplýsingar um fjölnotavelli.

 3. Styrkbeiðni vegna mfl.kvenna í knattspyrnu. Mnr. 2015120023.

  ÍTS fagnar frumkvæði aðstandenda meistaraflokks og knattspyrnudeildar. Nefndin samþykkir þjálfarastyrk til flokksins til 1 árs og vísar umsókn Gróttu ásamt rekstraráætlun til afgreiðslu í bæjarráði. Samþykkt að fela íþróttafulltrúa að ræða við formann deildarinnar um nánari útfærslu á verkefninu.

 4. Styrkbeiðni frá kraftlyftingadeild Gróttu. Mnr. 2015120024.

  ÍTS samþykkir að styrkja deildina um kr. 500 þúsund vegna kaupa á keppnislóðum. ÍTS óskar deildinni hjartanlega til hamingju með eftirtektarverðan árangur á árinu.

 5. Styrkbeiðni frá fimleikadeild Gróttu. Mnr. 2015120020.

  ÍTS tekur jávætt í erindið. Íþróttafulltrúa falið að leita tilboða í samvinnu við stjórn fimleikadeildar.

 6. Styrkbeiðnir vegna ferðar U-18 til Póllands. Mnr. 2015110051.

  Samþykkt að veita Lovísu Thompson og Elínu Helgu Lárusdóttur kr. 20 þúsund hvorri í ferðastyrk.

 7. Styrkbeiðni vegna U-18 til Þýskalands. Mnr. 2015120028.

  Samþykkt að veita Jóhanni Kaldal kr. 20 þúsund í ferðastyrk.

 8. Félag eldri borgara.

  Formaður sagði frá stofnun Félags eldri borgara og sagði frá því að formaður, íþróttafulltrúi og forstöðumaður Selsins ætla að funda með félaginu í næstu viku.

 9. Skoðunarferð á gervigrasvelli. Mnr. 2015050140.

  Sagt var frá vettvangsferð formanns, sviðsstjóra og Vilhjálmi frá VSÓ á nýlagða velli hjá Þrótturum og Valsmönnum. Vilhjálmur fór yfir helstu þætti sem hafa ber í huga þegar nýtt gervigras er valið.

 10. Styrkur vegna gervigrass. Mnr. 2015050140.

  Leiga á aðstöðu á meðan skipt er um yfirborð Vivaldi vallar á vormánuðum 2016 er hluti af verkefninu í heild. ÍTS samþykkir beiðnina og vísar til afgreiðslu í bæjarráði sem hluta af fjárhagsáætlun á verkefninu.

 11. Hækkun ferðastyrkja. Mnr. 2015090179.

  Samþykkt að hækka ferðastyrki einstaklinga úr kr. 20 þúsundum í kr. 30 þúsund frá 1.janúar 2016. ÍTS leggur áherslu á að sótt sé um styrk áður en ferð er farin.

 12. Golfskýrsla. Mnr. 2015110015.

  Golfskýrsla framkvæmdastjóra golfklúbbsins lögð fram og rædd.

 13. Fundur með Gróttu vegna sumarnámskeiða og starfsemi íþróttahúss. Mnr. 2015050130.

  Formaður sagði frá fundi sem hann og sviðsstjóri áttu við Elínu formann Gróttu, Kristínu framkvæmdastjóra og Kára íþróttastjóra Gróttu um samstarf Selsins og Gróttu vegna knattspyrnunámskeiða á sumrin ásamt starfsemi íþróttahúss. Ákveðið var á þeim fundi að fulltrúar Selsins hittu fulltrúa sumarskóla knattspyrnudeildar og að Kári myndi senda sviðsstjóra punkta um málefni íþróttahúss.

 14. Fundagerðir Samráðshóps. Mnr. 2015010026.

  Fundargerðin lögð fram og rædd.

 15. Gjaldskrá sundlaugar. Mnr. 2015120021.

  Gjaldskrá sundlaugar rædd.

 16. Kostnaður vegna íþrótta- og tómstundastarfs.

  Rætt var um kostnað fjölskylda á Seltjarnarnesi vegna íþrótta- og tómstundastarfs.

 17. Sundlaug - aðsókn og tekjur 2015. Mnr. 2014100037

  Farið var yfir aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar árið 2015 borið saman við 2014.

 18. Styrkir til íþrótta- og tómstundamála - staða. Mnr. 2015090179
  Farið var yfir hreyfingar á ýmsum styrkjum.

Fundi slitið kl. 9:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?