Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

04. maí 2016

390. (15.) Fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness

Miðvikudaginn 4. maí 2016 kl. 11:00 á bæjarskrifstofum Seltjarnarness

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason og Margrét Lind Ólafsdóttir.

Ritari fundar: Sigríður Sigmarsdóttir

Formaður bauð fundarmenn velkomna og stakk uppá Sigríði Sigmarsdóttur sem fundarritara í fjarveru sviðsstjóra og var það samþykkt.

  1. Ársreikningar Gróttu lagðir fram
    Formaður lagði fram árskýrslur og árseikninga Gróttu. ÍTS þakkar Gróttu fyrir greinargóðar skýrslur og reikninga. ÍTS óskar eftir að reikningar verði birtir á heimasíðu Gróttu hið fyrsta og felur íþróttafulltrúa að fylgja málinu eftir.

  2. Umsókn Gróttu um rekstur á íþróttamiðstöð og knattspyrnuvelli
    Á síðasta fundi nefndarinnar óskaði ÍTS eftir ítarlegri gögnum um málið. Lögð var fram formleg umsókn Gróttu ásamt skýrslu og öðrum gögnum um málið í 7 fylgiskjölum:
    Fylgiskjal 1: Drög að rekstrasamningi frá árinu 2013
    Fylgiskjal 2: Kostir og gallar þess að Íþróttafélagið Grótta annist rekstur íþróttamannvirkja hjá Seltjarnarnesbæ – skýrsla Haraldar L. Haraldssonar frá 2013
    Fylgiskjal 3: Stefnumótun Gróttu 2015-2025
    Fylgiskjal 4: Fundargerð með skólastjórnendum Grunnskóla Seltjarnarness, 1. apríl 2016
    Fylgiskjal 5: Fundargerð með leikskólastjóra leikskóla Seltjarnarness, 15. apríl 2016
    Fylgiskjal 6: Minnisblað bæjarstjórnar frá árinu 2013
    Fylgiskjal 7: Minnisblað Gróttu frá árinu 2016
    Enn fremur voru rædd gögn sem ÍTS hafði óskað eftir frá sviðsstjóra, m.a. hvernig fyrirkomulagið er í öðrum sveitarfélögum og vangaveltur hans. Ræddir voru kostir og gallar hugmynda Gróttu. Að vandlega athuguðu málið vísar ÍTS málinu áfram til bæjarráðs og bæjarstjóra til frekari úrvinnslu með það fyrir augum að gera samning við Gróttu til 2 ára, með skýru uppsagnarákvæði eftir 1 árs reynslutíma. Algjört skilyrði er að sviðsstjóri íþrótta- og tómstundasviðs hafi umsjón með að Grótta framfylgi samningsskyldum við alla hagsmunaaðila í hvívetna. Afar mikilvægt er að gæta vel að öllum starfsmannamálum og að þau verði leyst farsællega í samráði við Gróttu og í sátt við starfsfólk.

Fundi slitið kl. 11:55

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?