Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

13. maí 2016

391.(16.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn föstudaginn 13.maí 2016 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. Auk þess sat fundinn Markús Ingi Hauksson áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs.

Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.

 1. Gervigrasvöllur – aðgerðaráætlun lögð fram. Mnr. 2015080340.

  Verkáætlanir kynntar fyrir nefndarmönnum.

 2. Fundargerð samráðshóps um áfengis og vímuefnavarnir. Mnr. 2016010022.

  Fundargerðin lögð fram og rædd. Á fundinum var farið yfir skýrslu Rannsóknar og greiningar um tóbaks- og vímuefnanotkun grunnskólabarna ásamt almennri líðan þeirra. Eins og undanfarin ár kom könnunin afar vel út.

 3. Sumarbæklingur ÍTS. Mnr. 2015050130.

  Hægt er að nálgast allar upplýsingar um sumarstarfið á heimasíðu bæjarins.

 4. Málefni Selsins. Mnr. 2016010114.

  Farið var yfir málefni Selsins og sumarnámskeiða. Verið er að loka vetrarstarfseminni og undirbúningur sumarsins á fullu.

 5. Rekstur ÍTS 2015. Mnr. 2016040074.

  Farið yfir helstu rekstrartölur málaflokksins fyrir árið 2015.

 6. Rekstrartölur málaflokksins til 1.maí 2016. Mnr. 2015090180.

  Farið yfir rekstrarstöðuna miðað við áætlunartölur.

 7. Neshlaupið – TKS styrkur. Mnr. 2016040022.

  Góð þátttaka var í Neshlaupinu sem tókst með afbrigðum vel. Seltjarnarnesbær og Trimmklúbburinn hafa nýlega undirritað samning sín á milli.

 8. Framtíðarsýn fimleikadeildar. Mnr. 2016040003.

  Greinagerð fimleikadeildar lögð fram og rædd.

 9. Gjaldskrá sundlaugar. Mnr. 2015120021.

  Gjaldskráin lögð fram. Engin hækkun var gerð í kringum síðustu áramót.

 10. Staða á rafrænum umsóknum. Mnr. 2016010112.

  Verið er að skipta Lotus-umhverfinu í netumhverfi og því beðið með áframhald á innleiðingu rafrænna umsókna.

 11. Óskalisti ungmennaráðs lagður fram. Mnr. 2016050203.

  Lagðar voru fram ýmsar hugmyndir Ungmennaráðs um ýmis málefni bæjarins.

 12. Opnunartími sundlaugar í sumar. Mnr. 2016030067.

  ÍTS leggur til við bæjarráð að sundlaugin verði áfram opin um helgar til klukkan 19:30 frá 1.júní til 31.ágúst. Einnig leggur ÍTS til að lengja opnunartíma á fimmtudagskvöldum til kl. 22 yfir sumarið, en það var eitt af áhersluatriðum ungmennaráðs til nefndarinnar.

 13. Styrkbeiðni fimleikadeildar vegna æfingaferðar til USA. Mnr. 2016050204.

  Samþykkt að veita fimleikadeild Gróttu kr.140 þúsund vegna ferðarinnar.

 14. Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur 2016. Mnr. 2016030067.

  Tölurnar lagðar fram. Mjög ánægjulegt hve aðsóknin hefur aukist frá árinu 2014.

 15. Styrkir til íþrótta- og tómstundamála – staða. Mnr. 2016030068.

  Farið yfir stöðu mála á ýmsum styrkjum.

 16. Styrkbeiðni vegna Opna Tékkneska meistaramótið í Karate. Mnr. 2016050053.

  Samþykkt að veita Maríu Helgu Guðmundsdóttur kr. 30 þúsund í ferðastyrk.

 17. Samningur við Björgunarsveitina Ársæl. Mnr. 2012040024.

  Farið var yfir samskipti á milli bæjarins og björgunarsveitarinnar. Lagt er til að óska eftir fundi með þeim og endurskoða samninginn.

 18. Fyrirspurn vegna eineltisstefnu fimleikadeildar. Mnr. 2016050207.

  Lögð voru fram svör Gróttu og formanns ÍTS um eineltisstefnu Gróttu og hvernig er unnið eftir henni.

 19. Styrkbeiðni vegna æfinga- og keppnisferðar til Kölnar.

  Samþykkt að veita 3.flokki karla í handknattleik kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar.

Fundi slitið kl. 9:05

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?