Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

09. júní 2016

392. (17)fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 9. júní 2016 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. Auk þess sat fundinn Markús Ingi Hauksson áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs.

Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.

  1. Samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Gróttu. Mnr. 2012110013.

    Farið var yfir núverandi samning og þær breytingar sem eru framundan. Þær eru helstar að meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur verið stofnaður og bætist við ásamt starfsemi kraftlyftingadeildar. Eins breytast upphæðir deilda frá núverandi samningi.

  1. Greinagerð Capacent. Mnr. 2016050162. Greinagerðin kynnt og frekari umræðu frestað til næsta fundar.

  1. Afreksmannasjóður. Mnr. 2015020025.

    Reglur fyrir afreksmannasjóð Seltjarnarness kynntar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar ÍTS.

  1. Heilsuvika. ÍTS mælist til þess að undirbúin verði heilsuvika næsta vor annaðhvort í tengslum við Neshlaupið eða Hreyfiviku UMFÍ.

  1. Fréttabréf Gróttu. Mnr. 2016060102. Fréttabréfið lagt fram og kynnt.

  1. Gervigrasvöllur – staða framkvæmda. Mnr. 2015080340. Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála. Búið er að skipta um gúmmí á báðum sparkvöllunum og góður gangur er á keppnis- og æfingavelli.

  1. Fréttir úr Selinu. Mnr. 2016010114. Sumarnámskeið Selsins fara mjög vel af stað. Mikill fjöldi krakka sækja námskeiðin og starfsliðið mjög vel mannað.

  1. Launatölur – staða . Mnr. 2015090180. Sviðsstjóri kynnti stöðuna í íþróttahúsi, sundlaug og Seli fyrstu fimm mánuði ársins.

  1. Staða á rafrænum umsóknum. Mnr. 2016030039. Verið er að skipta Lotus-umhverfinu í netumhverfi og því beðið með áframhald á innleiðingu rafrænna umsókna.

  1. Sundlaug – aðsóknar- og tekjutölur 2016. Mnr. 2016030067.

    Tölurnar lagðar fram. Enn er aðsóknaraukning eins og verið hefur alla mánuði 2016 miðað við sömu mánuði 2015.

  1. Styrkir til íþrótta- og tómstundamála - staða. Mnr. 2016030068. Farið yfir stöðu mála ýmsum styrkjum. Umsóknir tómstundastyrkja standa í nærri 340 umsóknum.

  2. Ferðastyrkur vegna HM í Danmörku og HM í S-Afríku. Mnr. 2016060103

    Samþykkt að veita Fanney Hauksdóttur 50 þúsund króna styrk.

  1. Ferðastyrkur vegna björgunarsveitarstarfa í Þýskalandi. Mnr. 201605007.

Samþykkt að veita Kötlu Sigurást Pálsdóttur kr. 30 þúsund króna styrk.

  1. Ferðastyrkur vegna björgunarsveitarstarfa í Þýskalandi. Mnr. 2016060104.

    Samþykkt að veita Ragnheiði Kristínu Haraldsdóttur 30 þúsund króna styrk.

  2. Ferðastyrkur vegna björgunarsveitarstarfa í Þýskalandi. Mnr. 2016050397.

    Samþykkt að veita Maríu Haraldsdóttur 30 þúsund króna styrk.

  3. Ferðastyrkur vegna U-18 í handbolta til Svíþjóðar. Mnr. 2016060011. Samþykkt að veita Önnu Katrínu Stefánsdóttur kr. 30 þúsund í styrk.

  4. Styrkbeiðni vegna afmælissýningar fimleikadeildar. Mnr. 2016060099.

    Samþykkt að veita fimleikadeild kr. 250 þúsund króna styrk vegna afmælissýningar.

Fundi slitið kl. 9:10.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?