Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

287. fundur 05. október 2004

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Árni Einarsson, Nökkvi Gunnarsson, Linda Þorláksdóttir og Haukur Geirmundsson.

Gestir: Hilmar, Páll, Björgvin frá knattspyrnudeild Gróttu. Hjalti Ástbjartsson (frá kl. 18.40) og Bjarni Álfþórsson (frá 19.10) frá aðalstjórn Gróttu.

Ritari fundar Árni Einarsson.

Dagskrá:

1. Gervigrasvöllur. Fulltrúar frá knattspyrnudeild mæta á fundinn.

2. Starfið í Selinu.

3. Endurskoðun á styrkjum Íþróttafélagsins Gróttu.

4. Golf: Greinargerð frá GK-Ness um barna- og unglingastarfið.

5. Fjárhagsáætlun 2005.

6. Önnur mál:

a. Styrkbeiðni Sesselju Jarvelu þjálfara fimleikadeildar.

b. Skemmtanahald í íþróttahúsinu.

1. Fyrir liggja tilboð í yfirborðsefni á gervigrasvöll á Hrólfsskálamel. Alls bárust 17 tilboð frá 8 aðilum. VSÓ ráðgjöf hefur lagt mat á tilboðin. Knattspyrnudeild hefur kynnt sér gæði efnanna frá þeim sem höfðu lægstu tilboðin og mælir með tilboði frá Metraton ehf. og lagði fram bréf til ÆSÍS því til staðfestingar. Fulltrúar knattspyrnudeildar viku af fundi að loknum þessum lið, kl. 18.15.

2. Linda sagði frá starfinu í Selinu. Góð aðsókn var í upphafi skólaársins, en kennaraverkfall líklega farið að segja til sín, en aðsókn að deginum hefur minnkað.

Foreldraröltið hefur farið vel af stað og foreldrafundir verið vel sóttir. Sagði Linda útivistartíma greinilega hafa orðið losaralegri í verkfallinu.

Linda lagði fram yfirlit vegna fjárhagsáætlunar 2005.

Rætt um fyrirhugaða afmælisdagskrá í nóvember.

Linda vék af fundi kl. 18.40.

3. Hjalti gerði grein fyrir fjárhagsáætlunum deilda fyrir árið 2004-2005 og lagði fram samanburð við ársreikninga 2003. Bjarni og Hjalti viku af fundi kl. 19.40.

4. Lagt fram bréf frá golfklúbbnum um barna- og unglingastarfið.

5. Framkvæmdastjóri fer á fund með fjármálastjóra nk. fimmtudag.

6. a. Sesselja sækir um styrk á þjálfaranámskeið í Danmörku. Samþykktur 30 þúsund kr. styrkur.

b. Rætt um skemmtanahald í íþróttahúsinu. Samþykkt að heimila eingöngu þær tvær fjáröflunarsamkomur sem old boys hafa haft leyfi fyrir í húsinu árlega. Ráðið leggur áherslu á að íþróttahúsið er ekki skemmtistaður.

Fundi slitið kl. 20.10.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?