Fara í efni

Jafnréttisnefnd

08. febrúar 2017

32.(5) fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 8. febrúar 2017 kl. 16:15 – 18:00

Mættar voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir og Laufey Gissurardóttir.

Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri.

  1. Fundurinn hófst á sameiginlegri kynningu með bæjarstjórn Seltjarnaress þar sem kynnt var jafnlaunakönnun Pwc sem unnin var fyrir Seltjarnarnesbæ.  Jafnréttisnefnd lýsir ánægju sinni með niðurstöður könnunarinnar sem sýna að launamunur meðal starfsmanna bæjarins er afar lítill  og innan þeirra marka að ástæða sé til aðgerða. Heildarlaun kvenna voru 0,9% hærri en heildarlaun karla.
  2. Kynnt svör við fyrirspurnum um kyngreindar upplýsingar sem sendar voru Grunnskóla Seltjarnarness, Bókasafni Seltjarnarness, Sundlaug / íþróttahúsi Seltjarnarnesbæjar, Íþróttafélaginu Gróttu, Golfklúbbi Ness / Nesklúbbnum, Félagsmiðstöðinni Selinu, Félagsstarfi eldri bæjarbúa. Svör hafa borist frá grunnskólanum og bókasafninu en ekki frá öðrum. Ákveðið að ítreka við aðra að svara sem fyrst.
  3. Rætt um undirbúning að veitingu jafnréttisviðurkenningar. Stefnt að því að veita viðurkenningu í febrúar/mars á næsta ári.
  4. Fræðsla. Rætt um að hafa fræðslufund á vegum nefndarinnar. Fá mætti fræðslu um hrelliklám sem beint er gegn konum/stúlkum. Einnig að opna á þá sýn með fyrirlestri/erindi hvað sé heilbrigt kynlíf og hvað ekki. Hugsanlega má fá fræðslu um þessi efni eða styðja við bakið á grunnskólanum um slíka fræðslu á efsta stigi grunnskólans.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið  18.00

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?