Fara í efni

Jafnréttisnefnd

10. október 2017

33.(6) fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 10. október 2017 kl. 16:30 – 17:15

Mættar voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir og Hrafnhildur Stefánsdóttir.

Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri.

  1. Kynnt svör við fyrirspurnum um kyngreindar upplýsingar sem borist hafa frá síðasta fundi. Svör hafa nú borist frá öllum aðilum sem óskað var svara frá nema félagsstarfi aldraðra og Nesklúbbnum. Ákveðið að óska eftir frekari upplýsingum frá íþróttafélaginu Gróttu um hvernig til hefur tekist að jafna íþróttaþátttöku kynjanna eftir deildum og til hvaða aðgerða hefur verið gripið.
  2. Undirbúningur jafnréttisviðurkenningar. Ákveðið að senda fljótlega út bréf til aðila og fylgja því eftir með auglýsingu.

Fleira ekki gert. 

Fundi slitið  17.15

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?