Fara í efni

Jafnréttisnefnd

4. fundur 30. janúar 2007

4. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 30. janúar 2007 kl. 17:00 – 18:20

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir.

Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.

  1. Farið yfir fyrstu drög að erindisbréfi fyrir jafnréttisnefnd. Stefnt að því að klára tillögu að erindisbréfi á næsta fundi og vísa til bæjarstjórnar.

 

  1. Rætt um frumvarp til laga um breytingar á lögum um  jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í frumvarpinu eru heimildir jafnréttisstofu til að afla upplýsinga frá opinberum aðilum, fyrirtækjum og félagasamtökum mjög auknar og skyldur þessara aðila til upplýsingagjafar auknar. Kærunefnd jafnréttismála skal kveða upp úrskurði í stað þess að gefa álit. Þessar breytingar styrkja mjög eftirlit með að farið sé að lögum, jafnrétti framfylgt í reynd og úrskurðir kærunefndar verða bindandi. Með frumvarpinu er launaleynd aflétt en hún hefur í mörgum tilvikum hindrað gagnaöflun í þágu jafnréttis. Jafnréttisfulltrúar skulu tilnefndir í fyrirtækjum með fleiri en 25 starfsmenn.

 

  1. Greint frá verkefni um gerð merkis “logo” fyrir jafnréttisnefnd. Rætt um viðurkenningu og hvernig skuli standa að nánari útfærslu verkefnisins. Ákveðið að fela Snorra að ræða við myndmenntarkennara og athuga hvort hægt sé að tengja þetta einnig lífsleikniskennslu.

 

  1. Vinna við gerð jafnréttisáætlunar í skólum. Skýrt frá í hvaða farvegi málið er.

 

Fundi slitið 18.20

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?