Fara í efni

Jafnréttisnefnd

6. fundur 10. maí 2007

6. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 10. maí 2007 kl. 17:00 – 18:15

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, og Helgi Þórðarson. Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.

  1. Lagt fram erindisbréf fyrir jafnréttisnefnd samþykkt í bæjarstjórn 11.04.2007.
  2. Merki (logo) fyrir jafnréttisnefnd. Nokkur áhugi hefur verið meðal nemenda í Valhúsaskóla um gerð merkisins. Tillögur um merki munu væntanlega liggja fyrir 20. – 25. maí. Ákveðið að skipa þriggja manna dómnefnd sem í eiga sæti Sigurgeir Sigurðsson, Hjördís I Ólafsdóttir og Guðrún B. Vilhjálmsdóttir. Fyrirhugað að veita verðlaun við skólaslit í Valhúsaskóla þann 8. júní n.k.
  3. Landsfundur jafnréttisnefnda í Fjarðabyggð 4. – 5. júní n.k. Rætt um að 2 fulltrúar fari á fundinn. Dagskrá hefur ekki borist.
  4. Endurskoðun jafnréttisáætlunar rædd.
  5. Starfsáætlun fyrir næsta vetur. Lokið verði við endurskoðun jafnréttisáætlunar fyrir lok febrúar. Haldinn verði fræðslufundur með Dr. Ingólfi Gíslasyni hjá Jafnréttisstofu í október. Hafinn verði undirbúningur að jafnréttisviðurkenningu til þess fyrirtækis/stofnunar sem best hefur staðið að jafnréttismálum.

Fleira ekki gert

Fundi slitið 18.15

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?