Fara í efni

Jafnréttisnefnd

5. fundur 19. mars 2007

5. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 19. mars 2007 kl. 17:00 – 18:10

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Helgi Þórðarson og Hildigunnur Gunnarsdóttir.

Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.

  1. Farið yfir endurskoðuð drög að erindisbréfi fyrir jafnréttisnefnd. Nefndarmenn sammála um að vísa erindisbréfinu með áorðnum breytingum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  2. Merki fyrir jafnréttisnefnd. Guðrún og Snorri áttu fund 12. mars með Móeiði Gunnlaugsdóttur kennara í myndmennt og Helgu Kristrúnu Hjálmarsdóttur kennara sem kennir lífsleikni. Á fundinum var ákveðið að flétta saman fræðslu um jafnréttismál í lífsleiknitímum og samkeppni um merki fyrir jafnréttisnefnd. Umfjöllun um jafnréttismál verður í apríl og samhliða því verður unnið að gerð merkis. Ákveðið að skipa dómnefnd sem í eiga sæti einn frá jafnréttisnefnd, einn myndmenntarkennari eða myndlistarmaður og einn frá bæjarstjórn. Verðlaun ákveðin 25.000.- kr. Nemendur í 9. og 10. bekk geta tekið þátt. Snorri hefur sent myndmenntarkennara og lífsleiknikennara frekari upplýsingar um jafnréttisnefnd og verkefni sem hún hefur unnið að.  

Fleira ekki gert

Fundi slitið 18.10

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?