Fara í efni

Jafnréttisnefnd

11. fundur 31. mars 2008

11. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 31. mars 2008 kl. 17:00 – 18:20

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Helgi Þórðarson og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.

  1. Farið yfir tillögur að útfærslu á merki jafnréttisnefndar sem Auglýsingastofa Þórhildar vann. Fyrri tillagan valin og lýsa nefndarmenn ánægju sinni með útfærsluna.
  2. Jafnréttisstefna leikskóla Seltjarnarness kynnt. Jafnréttisnefnd lýsir ánægju með vel unna stefnu og þakkar forsvarsmönnum og öðrum starfsmönnum leikskólanna fyrir vel unnið verk.
  3. Jafnréttisstefna/áætlun grunnskóla. Unnið er að henni skv. verkáætlun og mun hún verða rædd á starfsdegi í vor og annað hvort endanlega gengið frá henni þá eða í haust skv. upplýsingum frá skólastjóra.
  4. Jafnréttisfræðsla í grunnskólanum. Fylgt er aðalnámskrá og fjallað um jafnréttismál í lífsleikni. Einnig eru snertifletir í öðrum greinum svo sem bókmenntum og samfélagsfræði.
  5. Jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar. Farið yfir drög að núverandi áætlun og breytingar samþykktar. Auk jafnréttisáætlunarinnar þarf jafnréttisnefnd að huga að framkvæmdaáætlun, sbr. 12. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem samþykkt voru 26. febrúar acronym title="síðast liðinn">s.l. Félagsmálastjóra falið að ganga endanlega frá áætluninni í samráði við fulltrúa í jafnréttisnefnd. Jafnréttisnefnd samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið 18.20

Snorri Aðalsteinsson



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?