Fara í efni

Jafnréttisnefnd

29. október 2008

 

14. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 29. október 2008 kl. 18:00 - 18:50

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Helgi Þórðarson og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.

  1. Val á stofnun / fyrirtæki sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.
    Farið yfir bréf, gátlista og eyðublað sem sent verður fyrirtækjum og stofnunum í bænum með fleiri en 4 - 5 starfsmenn vegna tilnefninga til jafnréttis-viðurkenningar. Ákveðið að senda bæði á fyrirtækin og á trúnaðarmenn / fulltrúa starfsmanna hvers fyrirtækis. Senda einnig með eintak af jafnréttisáætluninni. Svarfrestur er til 12. desember n.k.
    Farið yfir lista yfir fyrirtæki/stofnanir í bænum og hann leiðréttur og bætt við. Ákveðið að bréf fari í póst í byrjun nóvember.
  2. Lagðar fram ályktanir landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2008.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið 18.50

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?