Fara í efni

Jafnréttisnefnd

20. júní 2013

25.(5) fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 20. júní 2013 kl. 8:00 – 8:45

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Ragnar Jónsson og Oddur Jónas Jónasson.

Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.

  1. Fræðsla um jafnréttismál fyrir elsta bekk grunnskóla. Snorra falið að kanna betur hvað er fáanlegt af fræðsluefni og hugsanlega fyrirlesara hjá Jafnréttisstofu fyrir haustið. Guðrún ætlar að ræða við Ólínu Thoroddsen aðstoðarskólastjóra um nánari útfærslu fræðslu á unglingastigi á haustönn.

  2. Jafnréttisviðurkenning. Snorra falið að taka saman lista yfir fyrirtæki og stofnanir í bæjarfélaginu. Einnig að semja drög að bréfi til útsendingar v. tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar. Þarf einnig að auglýsa í fjölmiðli og vekja athygli á á heimasíðu. Ákveðið að senda út bréf og auglýsingar strax að afloknum sumarleyfum í ágúst n.k.

  3. Útgáfa jafnréttisáætlunar. Guðrún og Snorri kanna leiðir með útgáfu áætlunarinnar. Ákveðið að ræða við sviðsstjóra menningar- og samskiptasviðs um útgáfumál.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið 8.45

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?