Fara í efni

Menningarnefnd

01. febrúar 2017

134. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness miðvikudaginn 1. febrúar 2017 kl. 8:00

Mættir: Sjöfn Þórðardóttir formaður, Sigurþóra Bergsdóttir, Oddur J. Jónasson og Ásta Sigvaldsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs var Eva Kolbrún Kolbeins.

Lýður Þorgeirsson boðaði forföll og einnig varamaðurinn Þórdís Sigurðardóttir.

Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta var samþykkt:

  1. Styrkur til Vigdísarstofnunar. Málsnúmer 2016120056
    Seltjarnarnesbær fagnar opnun Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Bæjarfélagið er reiðubúið að styðja starfsemi Stofnunarinnar á þessu ári með fjárframlagi að upphæð kr. 110.000 sem er samsvarandi framlagi Reykjavíkurborgar miðað við höfðatölu íbúa. Það er einlægur vilji nefndarinnar að styrkja Stofnunina enn frekar á næstu tveimur árum verði það samþykkt á fjárhagsáætlunum bæjarins.
  2. Styrkbeiðni Huldu Rósar Guðnadóttur v/dvalar við Kunstlerhaus Bethanien í Berlín. Málsnúmer 2017010105
    Seltjarnarnesbær óskar listamanninum Huldu Rós Guðnadóttur til hamingju með upphefðina sem dvölinni í Bethanien fylgir og óskar henni góðs gengis í framtíðinni. Því miður getur bæjarfélagið ekki veitt styrk til dvalarinnar.
  3. Vetrarhátíð / Safnanótt / Sundlauganótt. Málsnúmer 2017010206
    Dagskrá lögð fram til kynningar. Menningarnefnd þakkar fyrir metnaðarfulla dagskrá.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:10

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?