Fara í efni

Menningarnefnd

07. júní 2017

137. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness miðvikudaginn 7. júní 2017 kl. 8:00.

Mættir: Sjöfn Þórðardóttir formaður, Sigurþóra Bergsdóttir, Oddur J. Jónasson og Lýður Þorgeirsson. Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs var Júlía Karín Kjartansdóttir.

Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.

Dagskrá:

 1. Dagskrá fyrir 17. júní lögð fram til kynningar. Málsnúmer 2017010124
  Dagskráin þykir lofa góðu og er samþykkt einróma.
 2. Dagskrárdrög að Jónsmessugöngu 21. júní lögð fram til kynningar. Málsnúmer 2017060025
  Dagskráin þykir lofa góðu og er samþykkt einróma.
 3. Dagskrárdrög að Menningarhátíð 2017 lögð fram til kynningar. Málsnúmer 201702103
  Dagskráin þykir lofa góðu og er samþykkt einróma.
 4. Leigusamningur við Reiti lagður fram til kynningar. Málsnúmer 2015080012
  Fundarmenn lýsa ánægju með að samningur sé frágenginn.
 5. Umsókn um styrk til tónleikahalds. Málsnúmer 2017050258
  Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 80.000,- líkt og í fyrra.
 6. Beiðni um listaverkakaup. Málsnúmer 2017050393
  Erindi hafnað. Listamanni er þakkaður sýndur áhugi.
 7. Stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi. Málsnúmer 2015100090
  Menningarnefnd fundar um málið í sumar og í framhaldinu fundar hún með umhverfisnefnd að beiðni bæjarstjórnar.
 8. Minnisvarði. Málsnúmer 2017090002
  Menningarnefnd vísar málinu til bæjarráðs.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:10.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?