Fara í efni

Menningarnefnd

14. mars 2018
141. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness miðvikudaginn 14. mars 2018 kl. 8:00
Mættir: Sjöfn Þórðardóttir formaður, Oddur J. Jónasson, Sigurþóra Bergsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir
Laufey Sigvaldadóttir og Lýður Þorgeirsson boðuðu forföll. Fulltrúi Ungmennaráðs Kristján Hilmir Baldursson var ekki á staðnum.
Dagskrá:
  1. Málsnúmer 2018030036 Listaverkagjöf í nafni Sigurgeirs Sigurðssonar fv. bæjarstjóra.
    Börn Sigurgeirs hafa í minningu föður síns og móður Sigríðar Gyðu fært Seltjarnarnesbæ að gjöf stórt málverk eftir Sigurð K. Árnason listmálara sem einnig er nýfallinn frá. Verkið er frá 1970 og málaði Sigurður það sérstaklega fyrir þau hjónin. Listaverkið skipaði alla tíð heiðurssess í stofu þeirra hjóna á Miðbrautinni og er þess er óskað að því verði nú fundinn staður í nýju hjúkrunarheimili Seltirninga fyrir aðra að njóta. Menningarnefnd fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar þakkar höfðinglega gjöf og færir fjölskyldunni innlegar þakkir fyrir. Lagt er til að formleg móttaka fari fram við opnun hjúkrunarheimilisins og fái listaverkið þá að skipa heiðurssess á hjúkrunarheimilinu.
  2. Málsnúmer 2018020038 Sýning „Earth Homing: Reinventing Turf Houses“ – umsókn um styrk vegna sýningar Annabelle Von Girsewald sýningarstjóra um endurhönnun torfbæja í tengslum við 100 ára fullveldisafmæli Íslands sumarið 2018. Menningarnefnd tekur vel í að þessi áhugaverða og metnaðarfulla sýning verði sett upp í Lækningaminjasafninu í tilefni þessarra tímamóta að uppfylltum skilyrðum varðandi umgengi um húsið. Menningarnefnd er hlynnt því að bærinn veiti umbeðinn styrk að upphæð 185.300 kr. og vísar erindinu áfram til bæjarráðs.
  3. Málsnúmer 2018030040 Umsókn um styrk vegna danssýningar Íslenska dansflokksins á Eiðistorgi „The Great Gathering“ sem tengist Listahátíð í Reykjavík.
    Seltjarnarnesbær fagnar listasýningu Íslenska dansflokksins á Seltjarnarnesi og mun veita dansflokknum afnot af Eiðistorgi fyrir sýninguna án endurgjalds en mun ekki styrkja verkefni fjárhagslega.
  4. Málsnúmer 2018020055 Umsókn um styrk vegna sýningar / sviðslistaverks „Verkleg rannsókn á sviðssetningu íslenskrar karlmennsku“. Verkefnið þykir áhugavert og menningarnefnd felur sviðsstjóra að kalla eftir frekari upplýsingum svo betur sé hægt að taka afstöðu til þess.
  5. Annað: Sagt örstutt frá því sem er framundan á næstu vikum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09.23
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?