Fara í efni

Menningarnefnd

01. apríl 2019
145. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness mánudaginn 1. apríl 2019 kl. 17:00
Mættir: Guðrún Jónsdóttir formaður, Guðni Sigurðsson, Margrét H. Gústavsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir.
Forföll: Stefanía Helga Sigurðardóttir og Karla Aníta Kristjánsdóttir fulltrúi Ungmennaráðs.
María Björk Óskarsdóttir ritaði fundargerð.

Dagskrá:
 1. Málsnúmer 2019030152 Fjölbreytt dagskrá bókasafnsins fyrstu þrjá mánuði ársins reifuð og upplýst um það helsta sem er á döfinni fram á sumar.
  Menningarnefnd lýsir yfir ánægju með metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá.
 2. Málsnúmer 2019010435 Samantekt menningarsviðs í ársskýrslu Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 lögð fram til upplýsinga.
 3. Málsnúmer 2019030228 Upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir á húsnæði bókasafnsins á vegum Reita.
 4. Málsnúmer 2019030224 Barnamenningarhátíð 2019 – Drög að dagskrá lögð fram til kynningar. Menningarnefnd lýsir yfir ánægju með metnaðarfulla dagskrá.
 5. Málsnúmer 2019030223 17. júní 2019 – Drög að dagskrá lögð fram til kynningar.
  Mikil ánægja með upplegg 17. júní dagskrárinnar og hún samþykkt.
 6. Málsnúmer 2019030221 Beiðni Moniku Abendroth um styrk vegna þings evrópskra formæðra á Íslandi haustið 2019. Þakkað er fyrir umsóknina, menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni en óskar góðs gengis.
 7. Málsnúmer 2019030222 Útilistaverkið Tveir áttungar boðið Seltjarnarnesbæ til kaups. Menningarnefnd þakkar gott boð en sér sér ekki fært að festa kaup á verkinu.
 8. Málsnúmer 2017070016 Menningarhátíð 2019. Tekin umræða um fyrstu skrefin í undirbúningi fyrir menningarhátíð með það að markmiði að halda hana í október. Ákveðið að auglýsa eftir hugmyndum meðal bæjarbúa til að vinna með.
Fundi slitið kl. 18.35
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?