150. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn sem fjarfundur fimmtudaginn 11. febrúar 2021 kl. 16.00
Mættir: Guðrún Jónsdóttir formaður, Guðni Sigursson, Þórdís Sigurðardóttir, Margrét H. Gústavsdóttir og Stefanía Helga Sigurðardóttir.
María Björk Óskarsdóttir ritaði fundargerð.
Dagskrá:
- Málsnúmer 2020050320 – Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2021
Farið var yfir umsóknir um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2021 og hann einróma valinn. Formaður menningarnefndar mun tilkynna viðkomandi um niðurstöðu nefndarinnar. Valið verður gert opinbert við hátíðlega athöfn á Seltjarnarnesi eins fljótt og kostur er í ljósi samkomutakmarkana.
- Málsnúmer 2021020077 – Menningarhátíð Seltjarnarness 2021
Tekin umræða um fyrstu skrefin í undirbúningi fyrir menningarhátíð með það að markmiði að hægt verði að halda hana í haust eins og áætlað er. Lagt er upp með að kalla eftir hugmyndum frá bæjarbúum.
- Málsnúmer 202101033 – Umsókn um menningarstyrk vegna hljóðlistaverksins Sækúla.
Menningarnefnd tekur jákvætt í styrkbeiðnina og að skoða tengingu verksins við menningarhátíðina í haust.
- Málsnúmer 2020120244 – Endurskoðun á fyrirkomulagi er varðar úthlutun styrkja til menningarmála – stefnumótun
Sviðsstjóri upplýsti um að hafin er vinna við að endurskoða fyrirkomulag er varðar úthlutun styrkja til menningarmála með það að markmiði að gera ferlið skilvirkara og gagnsærra. Menningarnefnd telur þetta jákvætt skref.
- Til upplýsinga – Starfsemi bókasafnsins og staða menningarmála
Sviðsstjóri upplýsir um breytingar á bókasafninu, hvernig starfsemin og menningarmálin hafa gengið í ljósi samkomutakmarkana og hvað framundan er.
Menningarnefnd hrósar starfsfólki bókasafnsins fyrir vel unnin störf á krefjandi tímum sóttvarna- og samkomutakmarkana.
Fundi slitið: 17:18
Vegna fjarfundar er fundargerð send í tölvupósti til staðfestingar og skrifleg undirritun verður gerð við fyrsta tækifæri.