164. fundur Menningarnefndar Seltjarnarnesbæjar haldinn í Gallerí Gróttu fundarsal á Bókasafni Seltjarnarness, þriðjudaginn 21. maí 2025 kl. 16:00
Mættir: Þórdís Sigurðardóttir formaður, Inga Þóra Pálsdóttir, Þröstur Þór Guðmundsson, Stefán Árni Gylfason og Eva Rún Guðmundsdóttir.
Fundargerð ritaði: María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs.
Dagskrá:
1. 2025050171 – 17. júní 2025
Sviðsstjóri kynnti fyrirhugaða dagskrá á vegum Seltjarnarnesbæjar á 17. júní en gert er ráð fyrir því að hátíðarhöldin fari fram með hefðbundnum hætti á Seltjarnarnesi með skrúðgöngu og dagskrá í Bakkagarði.
Menningarnefnd líst vel á dagskránna sem er áhugaverð og skemmtileg.
2. 2025050172 – Sólarklukka við Gróttu – útilistaverk
Kynntar voru tillögur Þórdísar Erlu Zoëga að mögulegu nýju útilistaverki við Snoppu í stað útilistaverksins „Litaveitu“ sem sett var upp á borholuhúsinu þegar hún var bæjarlistamaður en verður fljótlega fjarlægt af húsinu að beiðni arkitekta hússins.
Menningarnefnd þakkar fyrir metnaðarfullar tillögur og sviðsstjóra falið að ræða við listamanninn út frá umræðum fundarins.
3. 2025040027 – Boltamömmur, umsókn um menningarstyrk
Lögð fram umsókn um styrk vegna gerðar sjónvarpsþáttaseríu „Boltamömmur“ sem tekin er nær alfarið upp á Seltjarnarnesi og flestir leikarar tengjast Seltjarnarnesi og Gróttu.
Menningarnefnd tekur vel í umsóknina á þessu áhugaverða verkefni og vísar henni áfram til bæjarráðs.
4. 2025050173 – Bókasafn – starfsemin vor og sumar 2025
Sviðsstjóri sagði frá því sem helst hefur verið á döfinni á bókasafninu á vormánuðum og því sem fram undan er en nú hefur sumardagskrá tekið við. Enn fremur upplýsti sviðsstjóri að opnunartími bókasafnsins verður styttur frá og með 1. júní nk. en frá þeim tíma mun safnið loka kl. 18.00 í stað 18.30 mánudaga til fimmtudaga en þetta er liður í hagræðingu hjá sveitarfélaginu. Hefðbundin sumarlokun á laugardögum (júní-ágúst) tekur jafnframt gildi frá og með 1. júní.
Menningarnefnd þakkar fyrir kynningu á flottri dagskrá bókasafnsins.
5. 2025050175 – Fjölskyldudagur í Gróttu
Sviðsstjóri kynnti mögulega tímasetningu á árlega fjölskyldudeginum í lok ágúst.
6. 2025050174 – Menningarhátíð 2025
Sviðsstjóri upplýsti að vegna hagræðingarkröfu bæjarráðs þyrfti annað hvort að falla frá fyrirhugaðri menningarhátíð bæjarins í haust eða að hún verði útfærð töluvert smærri í sniðum. Sviðsstjóri útskýrði málið nánar og kallaði eftir umræðum og hug nefndarmanna.
Menningarnefnd meðtekur upplýsingarnar og skoðar ásamt sviðsstjóra framhald málsins og hvaða ákvörðun verður tekin er varðar endanlega hagræðingakröfu.
Fundi slitið: 18:00