166. fundur Menningarnefndar Seltjarnarnesbæjar haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, þriðjudaginn 9. desember 2025 kl. 15:00
Mættir: Þórdís Sigurðardóttir formaður, Inga Þóra Pálsdóttir, Þröstur Þór Guðmundsson, Áslaug Eva Björnsdóttir og Bryndís Kristjánsdóttir.
Fundargerð ritaði: María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs.
Dagskrá:
1. 2025050174 – Menningarhátíð Seltjarnarness 2025
Sviðsstjóri upplýsti hvernig til tókst á menningarhátíðinni sem stóð yfir í allan nóvember að þessu sinni í stað einnar helgar. Gera má ráð fyrir að nokkur þúsund hafi sótt hátíðina í heild sinni en í boði voru fjöldi viðburða og sýninga víðsvegar á Nesinu þar sem að hápunktinum var náð með uppistandi Ara Eldjárns bæjarlistamanns fyrir bæjarbúa.
Menningarnefnd telur að sérlega vel hafi tekist til með menningarhátíðina og þakkar öllum þeim sem þátt tóku í að gera hana svona veglega. Sérstaklega vill menningarnefnd þakka Ara Eldjárn, bæjarlistamanni fyrir hans framlag til hátíðarinnar.
2. 2025050173 – Vetrardagskrá bókasafnsins
Veturinn hefur farið vel af stað á bókasafninu, mikil aðsókn er á safnið og fjölbreytt viðburðadagskrá í boði fyrir gesti á öllum aldri.
Menningarnefnd þakkar fyrir metnaðarfulla dagskrá haustsins og þeirrar sem framundan er.
3. 2025090203 – Bæjarlistamaður 2026
Farið yfir innsendar umsóknir og tillögur að Bæjarlistamanni Seltjarnarness 2026 og hann einróma valinn.
Formaður menningarnefndar mun tilkynna viðkomandi um niðurstöðu nefndarinnar. Valið verður gert opinbert við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness fljótlega á nýju ári en dagsetning verður valin í samráði við listamanninn. Sviðsstjóra er falið að undirbúa athöfnina.
4. 2025110107 – Textílfélagið, umsókn um menningarstyrk
Lögð fram umsókn um styrk vegna sýningarinnar „Það húmar að“ sem haldin var hjá Handverk og hönnun á Eiðistorgi í nóvember.
Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina og felur sviðsstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður fundarins.
5. 2025110215 – Skuggar, umsókn um menningarstyrk
Lögð fram umsókn um styrk vegna handritsgerðar fyrir kvikmynd, Skuggar.
Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina en sér sér ekki fært að styrkja þetta áhugaverða verkefni.
Fundi slitið kl.: 16.42