Fara í efni

Menningarnefnd

72. fundur 16. maí 2006

72. fundur menningarnefndar þriðjudaginn 16. maí 2006 kl. 17:10-19:00 á bæjarskrifstofunum Austurströnd 2.

Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður

Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir

Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bjarni Dagur Jónsson, Arnþór Helgason og Jakob Þór Einarsson.

Dagskrá:

 1. Jónsmessuganga.

Fjallað var um Jónsmessugöngu og drög að dagskrá kynnt.

 1. Viðurkenning menningarnefndar til nemenda í Valhúsaskóla.
  Ákvörðun tekin um tilnefningu.
 2. Menningarstefna.
  Samþykkt var að vísa undirbúningi að menningarstefnu til næstu menningarnefndar.
 1. Eiland
  Formaður menningarnefndar skýrði frá því að Hrafnhildi Sigurðardóttur hafi verið falin umsjón með verkefninu frá bæjarins hálfu. Þá skýrði formaður frá stöðu verkefnisins.
 1. Önnur mál
  a) Pálína sagði frá hvað er á döfinni á Bókasafni Seltjarnarness og hvað er framundan í starfi safnsins.

b) Bókun frá Bjarna Degi Jónssyni:

,,Vakin er athygli bæjarstjórnar á því að ekki er að finna vefmyndavél á Seltjarnarnesi á internetinu. Vagna þess hversu vel er staðið að heimsíðu bæjarins væri vel til fundið að bærinn kæmi slíkri vél upp t.d. efst í Gróttuvita og beina þá myndavélinni yfir bæinn til suður, eða jafnvel mastrinu á golfvellinum. Gaman væri að hafa jafnvel tvær myndavélar. Myndirnar gæfu góða yfirsýn yfir bæinn og veðurfar hverju sinni.”    

c) Formaður þakkaði nefndarmönnum og ritara einstaklega gott samstarf á kjörtímabilinu.

Fundi slitið kl. 19:00

Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bjarni Dagur Jónsson (sign)

Arnþór Helgason (sign)

Jakob Þór Einarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?