Fara í efni

Menningarnefnd

75. fundur 03. október 2006

75. fundur menningarnefndar haldinn þriðjudaginn 3.október 2006 kl. 17:10-19:00 á bæjarskrifstofunum Austurströnd 2.

Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður

Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir

Mættir: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bryndís Loftsdóttir, Valgeir Guðjónsson, Unnur Pálsdóttir og Óskar Sandholt.

  1. Styrkbeiðni frá Leiklistarfélagi Seltjarnarness
    Málsnúmer: 2006090037
    Sótt um 1.000.000 kr styrk til að standa straum af rekstri félagsins. Leiklistarfélagið fékk 200.000 króna styrk frá menningarnefnd í mars s.l. Ákveðið að veita þeim kr. 200.000

  1. Styrkbeiðni frá Stjörnuskoðunarfélagi Seljarnarness
    Málsnúmer 2006090048
    Erindinu vísað til Umhverfisnefndar

 

  1. Styrkbeiðni frá Ultra Mega Technobandinu Stefáni

Málsnúmer 2006100006
Ákveðið að veita þeim 100.000 krónur

 

  1. Menningarstefna Seltjarnarnesbæjar
    Málsnúmer 2006030018
    Lögð fram verkáætlun fyrir menningarmót og rætt um tilhögun þess.
    Lagt er til að það verði haldið í Bókasafni Seltjarnarness þann 11. nóvember kl. 11-13 og verði með svipuðu sniði og skólaþing.

  2. Menningarhátíð 2007
    Málsnúmer 2006080033
    Rætt um menningarhátíð 2007 og hugmyndir að dagskrá ræddar.

 

Fundi slitið kl. 19:00

 

Sólveig Pálsdóttir (sign)

Bjarki Harðarson (sign)

Bryndís Loftsdóttir (sign)

Valgeir Guðjónsson (sign)

Unnur Pálsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?