Fara í efni

Menningarnefnd

78. fundur 13. febrúar 2007

78. fundur menningarnefndar, haldinn þriðjudaginn 13.febrúar kl. 16:30-19:00 á bæjarskrifstofunum Austurströnd 2.

Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður

Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir

Mættir: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bryndís Loftsdóttir, Valgeir Guðjónsson og Unnur Pálsdóttir.

Dagskrá:

1.      Beiðni um styrk v/háskólanáms í píanóleik Málsnúmer: 2007010078

2.      Tónleikahald um páska. Styrkbeiðni Málnúmer: 2007020006
3.      Ósk um fjárframlag v/starfs Selkórsins á Seltjarnarnesi Málsnúmer: 2007020008
4.      Menningarstefna fyrir Seltjarnarnesbæ Málsnúmer: 2006030018
5.      Menningarhátíð 2007 Málsnúmer: 2006080033

 

Á fundinn eru boðaðir fulltrúar stofnanna og félagasamtaka á Seltjarnarnesi til skrafs og ráðagerða vegna Menningarhátíðar Seltjarnarness 2007. Mæta þau kl. 17:30.

 

 1. Beiðni um styrk v/háskólanáms í píanóleik.
  Samkvæmt 3. lið reglna um styrki til lista- og menningarstarfsemi á Seltjarnarnesi eru ekki veittir styrkir til náms.

 2. Tónleikahald um páska. Styrkbeiðni.
  Samþykkt að greiða fyrir leigu á Seltjarnarneskirkju.

 3. Ósk um fjárframlag v/starfs Selkórsins á Seltjarnarnesi
  Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

 4. Menningarhátíð 2007
  a) Sólveig lagði fram drög að dagskrá Menningarhátíðar 2007 þar sem fram koma margar hugmyndir. Tvær auglýsingar birtast í næstu Nesfréttum. Auglýst verður eftir viðburðum á menningarhátíð og þeir listamenn sem hyggjast hafa opið hús eru beðnir um að tilkynna þátttöku.

Formaður frestaði lið 5 og 6 til kl.18:30


b) Fulltrúar stofnana og félagasamtaka á Seltjarnarnesi komu á fundinn. Mættir voru:
Agnes Drífa Pálsdóttir frá Leiklistarfélaginu
Guðbjörg Jónsdóttir frá Mánabrekku
Guðbjörg K. Björgvinsdóttir frá Ballettskólanum
Gunnar Úlfsson frá Valhúsaskóla
Gunnhildur Þórðardóttir frá Mýrarhúsaskóla
Jóhann Helgason bæjarlistamaður
Jóhanna I Ástvaldsdóttir frá Leiklistarfélaginu
Margrét Sigurðardóttir frá Selinu
Ólína Thoroddsen frá Selkórnum
Soffía Guðmundsdóttir frá Sólbrekku
Þórir Már Jónsson frá Stjörnuskoðunarfélaginu

Formaður bauð gesti velkomna og kynnti Menningarhátíð Seltjarnarness, ræddi um síðustu hátíð og hvað hún var velheppnuð sem ekki var síst að þakka framlagi stofnana og félaga í bænum. Nú er ætlunin að gera þetta á svipaðan máta, en gera hátíðina enn veglegri. Síðasta hátíð vakti mikla ánægju og vonandi verður svo næst líka.
Bjarki sagði frá því að síðasta hátíð hefði verið grasrótarhátíð og leitað til fólksins.
Margrét Sigurðardóttir nefndi hvort hægt væri að sameina á einhvern hátt menningarhátíð og 17. júní. Formaður sagði þessa tillögu góðra gjalda verða og sagðist mundu taka þessa tillögu fyrir í nefndinni hið fyrsta.
Sólveig fór yfir drög að dagskrá og útskýrði einstök atriði og óskaði eftir hugmyndum frá fólki. Mikið af góðum hugmyndum komu fram sem unnið verður nánar úr. Formaður þakkaði gestum komuna og frjóar umræður.
Gestir viku af fundi kl. 18:30

 1. Menningarstefna fyrir Seltjarnarnesbæ
  Nefnd um menningarstefnu hefur hist tvisvar sinnum, skipt með sér verkum og er komin vel áleiðis með verkefnið. Næsti fundur verður að viku liðinni.

 2. Önnur mál.
  Formaður sagði frá því að henni hafi borist ósk frá menningarnefnd Álftaness um að koma á fund menningarnefndar til fræðast um menningarstarf á Seltjarnarnesi og starfshætti nefndarinnar. Formaður hefur boðið nefndinni í heimsókn í apríl nk.
Fundi slitið kl. 19:10

 

Sólveig Pálsdóttir (sign)

Bjarki Harðarson (sign)

Bryndís Loftsdóttir (sign)

Valgeir Guðjónsson (sign)

Unnur Pálsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?