Fara í efni

Menningarnefnd

12. júní 2007

82. fundur Menningarnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 12. júní 2007, kl. 17:10 á heimili formanns nefndarinnar að Unnarbraut 14, Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sólveig Pálsdóttir formaður, Bjarki Harðarson varaformaður, Bryndís Loftsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Valgeir Guðjónsson, Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri Fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs, Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi.

Fundi stýrði Sólveig Pálsdóttir.

Fundargerð ritaði Ellen Calmon.

Dagskrá fundar:

  1. Að lokinni Menningarhátíð Seltjarnarness.
  2. Jónsmessuganga.
  3. Umsókn um styrk til náms – Lögð var fram ódagsett styrkumsókn Kára Húnfjörð Einarssonar til náms, móttekin 1. þ.m..

Þetta gerðist:

 

Að lokinni Menningarhátíð, farið var yfir helstu atriði hátíðarinnar. Hátíðin þótti almennt mjög vel heppnuð. Óskar J. Sandholt færði nefndinni og starfsmönnum hátíðarinnar þakkir frá bænum fyrir vel unnin störf.

Jónsmessugangan verður farin sunnudaginn 24. júní, farið var yfir helstu atriði göngunnar og skipulag. Samþykkt var samhljóða að Unnur Pálsdóttir tekur að sér að leiða gönguna og Þorvaldur Friðriksson fornleifafræðingur og fréttamaður á Rúv. verður fyrirlesari göngunnar í ár. Þorvaldur mun segja frá keltneskum áhrifum á örnefni og þjóðsagnaverum á borð við skrímsli. Hitaveita Seltjarnarness sér um veitingar.

Umsókn um námsstyrk. Samkvæmt reglum um styrki til lista- og menningarstarfssemi á Seltjarnarnesi er Menningarnefnd ekki heimilt að veit styrk til náms. Er umsókn um námsstyrk því hafnað.

Að lokum þakkaði formaður menningarnefndar, Pálínu Magnúsdóttur bæjarbókarverði og fráfarandi ritara nefndarinnar, fyrir frábær störf og afhenti henni gjöf frá menningarnefnd.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:31

 

Sólveig Pálsdóttir (sign)

Bjarki Harðarson (sign)

Bryndís Loftsdóttir (sign)

Unnur Pálsdóttir (sign)

Valgeir Guðjónsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?