Fara í efni

Menningarnefnd

83. fundur 18. september 2007

83. fundur Menningarnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 18. september 2007, kl. 17:10 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.

Mættir voru: Sólveig Pálsdóttir formaður, Bjarki Harðarson varaformaður, Bryndís Loftsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Valgeir Guðjónsson og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi.

Fundi stýrði Sólveig Pálsdóttir.

Fundargerð ritaði Ellen Calmon.

Dagskrá fundar:

  1. Fjárhagsuppgjör Menningarhátíðar.
  2. Umsókn um styrk til fiðlunáms. Málsnúmer 2007070005
  3. Listrænir ljósastaurar. Málsnúmer 2007060064
  4. Kynning á samtökum menningarstjórnenda á suðvesturhorninu. Málsnúmer 2007040021

Þetta gerðist:

Formaður nefndarinnar bauð nefndarmenn hjartanlega velkomna til starfa veturinn 2007-2008.

  1. Farið var yfir áætlun og raunkostnað Menningarhátíðar 2007, kostnaður við hátíðina reyndist vel innan settra marka.

  2. Samkvæmt reglum um styrkveitingar Menningarnefndar þá er nefndinni ekki heimilt að styrkja til náms. Styrkbeiðninni er vísað til Fjárhags- og launanefndar.

  3. Fjallað var um hugmynd Bryndísar Loftsdóttur um listræna ljósastaura.

  4. Kynnt voru samtök menningarstjórnenda á Suðvesturhorninu.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið 18:42.

Sólveig Pálsdóttir (sign)

Bjarki Harðarson (sign)

Bryndís Loftsdóttir (sign)

Unnur Pálsdóttir (sign)

Valgeir Guðjónsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?