Fara í efni

Menningarnefnd

84. fundur 13. nóvember 2007

84. fundur Menningarnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 13. nóvember 2007,

kl. 17:10 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.

Mættir voru: Sólveig Pálsdóttir formaður, Bjarki Harðarson varaformaður, Bryndís Loftsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Valgeir Guðjónsson og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi.

Fundi stýrði Sólveig Pálsdóttir.

Fundargerð ritaði Ellen Calmon.

 

Þetta gerðist:

 

  1. Formaður menningarnefndar þakkaði Valgeiri Guðjónssyni og Bryndísi Loftsdóttur en þau sem og Atli Þór Albertsson stóðu sig frábærlega vel sem fulltrúar Seltjarnarness  í Útsvarinu, spurningarkeppni sveitarfélagana í ríkissjónvarpinu sl. laugardag.

  2. Formaður menningarnefndar minntist Sigurðar Þorkels Guðmundssonar sem lést 31. október s.l. en Sigurður var formaður lista- og menningarsjóðs Seltjarnarness 1982-1994.

  3. Erindi frá Jóhanni Helgasyni bæjarlistamanni 2007. Vísað til menningarnefndar frá fjárhags-og launanefnd. Málsnúmer 2007090090.

    Samþykkt var samhljóða að veita Jóhanni Helgasyni styrk að upphæð kr. 200.000.- með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar á fjárhagsáætlun 2008, vegna upptöku á laginu „Seltjarnarnesið“. Framkvæmdastjóra fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs er falið að útfæra og ganga frá samningi við Jóhann Helgason í upphafi næsta árs.

  4. Tillaga að kaupum á listaverkum eftir Rúnu Gísladóttur. Kynnt voru þrjú verk eftir Rúnu Gísladóttur 1. „Gull“, frá árinu 1999 2. „Hrímhvíta móðir“, 2002 3. „Þjóðartákn VIII“, ódagsett.

    Samþykkt var samhljóða, með fyrirvara um samþykkt bæjarstjórnar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2008, að kaupa tvö verk eftir Rúnu Gísladóttur : „Gull“ (olía á striga, 1999) verð kr. 280.000.- „Þjóðartákn VIII“ (akrýl á kartoni, ódagssett) verð kr. 30.000.-

  5. Tillaga formanns um stofnun ljósmyndavefs Seltjarnarnesbæjar. Málsnúmer 2007060050.

    Samþykkt var samhljóða tillaga formanns um stofnun rafræns ljósmyndasafns Seltjarnarness. Framkvæmdastjóra fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs er falið að kanna kostnað og koma verkefninu á laggirnar í samráði við menningarnefnd.

  6. Tillaga formanns um umsjón og skráningu listaverka í eigu bæjarins.

    Samþykkt var samhljóða tillaga formanns um umsjón og skráningu listaverka í eigu bæjarins. Framkvæmdastjóra fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs er falið að útfæra tillöguna nánar og framfylgja henni í samráði við menningarnefnd.

  7. Tillaga formanns að erindi til umhverfisnefndar Seltjarnarness um vegvísi við listaverkið Kviku og hákarlahjallinn.

    Samþykkt var samhljóða tillaga formanns að erindi til umhverfisnefndar um vegvísi við listaverkið Kviku og hákarlahjallinn.

  8. Væntanleg heimsókn frá menningar-og ferðamálnefnd Álftaness. Rædd var væntanleg heimsókn fulltrúa menningar- og ferðamálanefndar Álftaness.

    Samþykkt var að taka á móti nefndinni í framhaldi af næsta fundi í desember.

  9. Umræða fór fram um hugmynd Bryndísar Loftsdóttur um listræna ljósastaura Málsnúmer 2007010014 og hugmynd Valgeirs Guðjónssonar um safn í jarðhýsi sem byggir á keltneskri menningu, náttúrvættum og skrímslum Málsnúmer 2007090088.

    Samþykkt var samhljóða að fara af stað með verkefnið um listræna ljósastaura og mun formaður kanna kostnað, nánari útfærslu og framkvæmd. Frestað var umræðu um hugmynd Valgeirs.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:10.

EC

 

 

Sólveig Pálsdóttir (sign)

Bjarki Harðarson (sign)

Bryndís Loftsdóttir (sign)

Unnur Pálsdóttir (sign)

Valgeir Guðjónsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?