Fara í efni

Menningarnefnd

87. fundur 12. febrúar 2008

87. fundur Menningarnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 12. febrúar 2008, kl. 17:10 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.

Mættir voru: Sólveig Pálsdóttir formaður, Bjarki Harðarson varaformaður, Bryndís Loftsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Valgeir Guðjónsson og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi. Gestir við fyrsta dagskrárlið voru Sigríður Sigurlína Pálsdóttir og Stefanía Ólafsdóttir.

Fundi stýrði Sólveig Pálsdóttir.

Fundargerð ritaði Ellen Calmon.

Þetta gerðist:

Lagður var fram undirskriftarlisti sem barst bæjarstjóra dags. þar sem hópur fólks fer fram á aukið samstarf bæjarins við framkvæmdir og viðburði á Eiðistorgi. Til fundar við nefndina mættu Stefanía Ólafsdóttir og Sigríður Sigurlína Pálsdóttir. Formaður lagði til að hópurinn tilnefndi tengilið og kæmi fram með skriflegar óskir um aðkomu bæjarins fyrir næsta fund menningarnefndar.Gestir véku af fundi. Málsnúmer 2008010053

Lögð voru fram drög að menningarstefnu Seltjarnarnesbæjar sem verða tekin til nánari athugunar hjá nefndarmönnum. Málsnúmer 2006030018

Rætt var um viðgerðir á skápum sem innihalda hluta af Náttúrugripasafni Seltjarnarness í Valhúsaskóla. Samþykkt var samhljóða að halda þessum hluta náttúrugripasafnsins í Valhúsaskóla að svo stöddu. Verið er að útbúa kostnaðaráætlun verksins. Fræðslu- og menningarfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir. Málsnúmer 2008020046

Rætt var um tillögu formanns um menningaruppákomu í Sundlaug Seltjarnarness. Tillagan verður útfærð frekar og framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundasviðs boðið til næsta fundar menningarnefndar til að ræða framkvæmd hugmyndarinnar enn frekar. Málsnúmer 2008020047

Rædd var staðsetning útilistaverksins Skyggnst bak við tunglið eftir Sigurjón Ólafsson sem áður stóð við Sundlaug Seltjarnarness. Upp komu ýmsar hugmyndir. Málið verður tekið upp að nýju á næsta fundi nefndarinnar. Málsnúmer 2008020048

Fræðslu- og menningarfulltrúi sagði frá stöðu mála á skráningu listaverka bæjarins. Málsnúmer 2008020049

Kafla úr stjórnsýslulögum er taka á hæfi nefndarmanna var dreift til upplýsingar.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:00.

EC

Sólveig Pálsdóttir (sign)

Bjarki Harðarson (sign)

Bryndís Loftsdóttir (sign)

Unnur Pálsdóttir (sign)

Valgeir Guðjónsson (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?