Fara í efni

Menningarnefnd

54. fundur 21. apríl 2004

54. fundur menningarnefndar Seltjarnarness, haldinn 21. apríl 2004, kl. 17.10-20:00 að Austurströnd 2.

Dagskrá:

1. Beiðni um styrk til starfsemi 2004-2005 og tækjaleigu.

2. Hátíðarhöld v/130 ára frá vali fyrstu hreppsnefndar Seltjarnarness

3. Vinnuhópur um Náttúrugripasafn

4. Vinnuhópur um Jónmessugöngu

5. Útilistaverk

6. Árskýrslur Bókasafns Seltjarnarness og menningarnefndar

7. Gagarín - kynning

Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir

Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bjarni Dagur Jónsson, Jakob Þór Einarsson

1.
Beiðni um styrk til starfsemi 2004-2005 og tækjaleigu.

Mnr. 2004030024.

Leiklistarfélag Seltjarnarness sækir um styrk til menningarnefndar til fjármögnunar á starfsemi leiksársins 2004-2005, ásamt aukafjárveitingu til tækjaleigu. Til stendur að setja upp leikritið "Saumastofuna" eftir Kjartan Ragnarsson. Ljóst er að leigja þarf 15 ljóskastara fyrir sýninguna.
Samþykkt að veita 120.000 kr. styrk.

2.
Hátíðarhöld v/130 ára frá vali fyrstu hreppsnefndar Seltjarnarness

Mnr. 2004030063

Lagt fram bréf formanns menningarnefndar til Jóns Karls Einarssonar kórstjóra Selkórsins þar sem reifuð er sú hugmynd að Selkórinn haldi sameiginlega tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands haustið 2005 í tilefni af því árið 2005 verða 130 ár liðin frá því að fyrsta hreppsnefnd Seltjarnarness var valin.

3.
Vinnuhópur um Náttúrugripasafn

Mnr. 2003100068

Lögð fram lokaskýrsla vinnuhóps um Náttúrugripasafn.

4.
Vinnuhópur um Jónmessugöngu

Mnr. 2004040014

Lögð fram tillaga formanns um skipan vinnuhóps um Jónsmessugöngu.
Samþykkt að Bjarki Harðarson verði í vinnuhópnum fyrir hönd menningarnefndar ásamt þeim Guðrúnu Magnúsdóttur og Jens Pétri Hjaltested.


5.
Árskýrslur Bókasafns Seltjarnarness og menningarnefndar

Mnr. 2004040015

Lagðar fram ársskýrslur Bókasafns Seltjarnarness og menningarnefndar.

6.

Listaverkakaup

Mnr. 2003090096

Menningarnefnd stefnir að því að kaupa og setja upp útilistaverk við göngustíg á norðanverðu Seltjarnarnesi. Valdir hafa verið fjórir listamenn sem lagt hafa fram möppur til skoðunar fyrir menningarnefnd.
Málið rætt og ákveðið að ræða nánar við tvo valda listamenn.

7.
Upplýsingamiðlun á minjum og menningu

Mnr. 2004040016

Guðný Káradóttir framkvæmdastjóri Gagarín kynnir upplýsingamiðlun á minjum og menningu með nýjustu margmiðlunartækni.

Sólveig Pálsdóttir (sign) Bjarki Harðarson (sign)
Bjarni Dagur Jónsson (sign) Jakob Þór Einarsson (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?