Fara í efni

Menningarnefnd

03. júní 2008

90. fundur Menningarnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 3. júní, kl 17:10 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.

Mættir voru: Sólveig Pálsdóttir formaður, Bjarki Harðarson varaformaður, Bryndís Loftsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Valgeir Guðjónsson og Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður.
Formaður bað Bjarka Harðarson um að víkja af fundi undir 1. lið.

Fundi stýrði Sólveig Pálsdóttir.

Fundargerð ritaði Pálína Magnúsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Viðurkenning fyrir framlag til lista- og menningarstarfs við útskrift úr 10. bekk Grunnskóla Seltjarnarness. Tillögur komu frá G.S., félagsmiðstöðinni Selinu og Tónlistarskóla Seltjarnarness og voru þær ræddar. Ákveðið var að veita einum nemanda viðurkenningu sem verður afhent við skólaslit þann 5. júní n.k.
  Málsnúmer
  2008040057

 2. Jónsmessuganga 2008.
  Rætt um Jónsmessugöngu. Gangan hefur yfirskriftina ,,Sitt lítið af hverju um Seltjarnarnes” og mun Sigurgeir Sigurðsson fyrrverandi bæjarstjóri leiða gönguna. Hist verður við bensínstöðina við Austurstönd kl. 20:00, mánudagskvöldið 23. júní. Veitingar verða í boði Hitaveitu Seltjarnarness og mun dúettinn Bjarki og Valgeir leiða fjöldasöng við fjörubál.
  Málsnúmer
  2008030023

 3. Staða verkefna: Hverju höfum við áorkað, verkefni í vinnslu og hvað er framundan.
  Formaður fór yfir síðastliðið ár, hverju nefndin hefur áorkað á árinu og stöðu einstakra mála. Einnig var farið yfir hvað er framundan.

 4. Formaður lagði fram hugmynd að leiðarstefi fyrir menningarhátíð 2009. Hlaut hún góðan hljómgrunn og var samþykkt að vinna áfram að frekari útfærslu.
  Málsnúmer

 5. Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður fór yfir starfsemi Bókasafns Seltjarnarness veturinn 2007-2008 og sagði frá þeim verkefnum sem framundan eru. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á útlánasal safnsins, sjálfsafgreiðsluvél var tekin í notkun í mars, tvær sýningar settar upp í sal safnsins á vormánuðum og nýjar tölvur teknar í notkun enda gömlu vélarnar allar frá opnun safnsins 2003. Fram kom í máli Pálínu að aðsókn að safninu sé mjög góð og greinilegt sé að safnið nýtist vel bæjarbúum. Salurinn hefur nýst mjög vel undir fundi og námskeið.
  Á vordögum kom Æringi – sögubíll í heimsókn í leikskóla bæjarins. Æringi er í eigu Borgarbókasafns og kom hér í boði Bókasafns Seltjarnarness enda er safnið með mikið og gott samstarf við Borgarbókasafn Reykjavíkur.  

 6. Bæjarlistamaður 2008 hefur undanfarið tekið á móti skólabörnum á Seltjarnarnesi, nú síðast nemendum í Valhúsaskóla í maí og var heimsókninni gerð ítarleg skil í Íslandi í dag.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:06.

PM

Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bryndís Loftsdóttir (sign)
Unnur Pálsdóttir (sign)
Valgeir Guðjónsson (sign)


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?