Fara í efni

Menningarnefnd

50. fundur 06. nóvember 2003

Dags.: 06.11.2003

Tími: 17:10-19:00

Staður: Bæjarskrifstofur

Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður

Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir

Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bjarni Dagur Jónsson, Arnþór Helgason, Sonja B. Jónsdóttir og Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður. Jakob Þór Einarsson boðaði forföll.

Dagskrá:

1. Upplýsingamiðlun á minjum og menningu - Hringur Hafsteinsson frá Gagarín kynnir

upplýsingamiðlun með nýjustu margmiðlunartækni.

2. Tillaga formanns um skipan vinnuhóps um náttúrugripasafn.

3. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2004 – kynning á umsóknum.

1. Upplýsingamiðlun á minjum og menningu - Hringur Hafsteinsson frá Gagarín

kynnir upplýsingamiðlun með nýjustu margmiðlunartækni.

Hringur Hafsteinsson mætti ekki með sína kynningu. Frestað.

 

2. Tillaga formanns um skipan vinnuhóps um framtíð Náttúrugripasafns

Mnr.: 2003100068

Formaður lagði fram tillögu að vinnuhóp um framtíð Náttúrugripasafnsins. Hún lagði til að í hópnum yrðu Pálína Magnúsdóttir, Hrafnhildi Sigurðardóttur og Ingveldi Viggósdóttir. Hópnum er ætlað að móta tillögur um framtíð safnsins og skal hann skila áliti sínu fyrir marslok. Pálína Magnúsdóttir heldur utan um starf vinnuhópsins

Samþykkt samhljóða.

3. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2004 – kynning á umsóknum.

Mnr. 2003090087

Formaður kynnti það vinnulag sem hún leggur til að verði við haft við val á bæjarlistamanni.

Síðan var farið yfir umsóknir og þær ræddar. Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 19:00

Sólveig Pálsdóttir (sign)

Bjarki Harðarson (sign)

Bjarni Dagur Jónsson (sign)

Arnþór Helgason (sign)

Sonja B. Jónsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?